Stjórnsýslunefnd

3856. fundur 26. mars 2003

5. fundur
26.03.2003 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Fullnaðarafgreiðsla nefnda, ráða og embættismanna
2002120010
Tekin var upp að nýju umræða um fullnaðarafgreiðslu nefnda, ráða og embættismanna. Kynntar voru fyrir nefndarmönnum nýlegar breytingar á sveitarstjórnarlögum, m.a. á 44. grein, þar sem skerpt eru ákvæði um heimildir sveitarstjórna til að fela nefndum, ráðum og embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála sem varða ekki verulega fjárhag sveitarfélagsins. Fjallað var um breytta verkaskiptingu bæjarstjórnar og nefnda með það fyrir augum að skilgreina hvaða verkefni, sem bæjarstjórn hefur til þessa afgreitt, gætu fengið fullnaðarafgreiðslu hjá nefndum, ráðum og embættismönnum.
Stjórnsýslunefnd felur bæjarlögmanni og starfsmönnum nefndarinnar að safna saman tillögum frá nefndarmönnum um mál sem ættu að fá fullnaðarafgreiðslu í nefndum og hjá embættismönnum. Tillögur að breyttu fyrirkomulagi afgreiðslna verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.


2 Sameining fjármálasviðs og þjónustusviðs
2002120097
Halla Margrét Tryggvadóttir og Jón Birgir Guðmundsson gerðu grein fyrir niðurstöðum starfshóps D um sameiningu fjármálasviðs og þjónustusviðs og niðurröðun starfsemi nýs stjórnsýslusviðs á 1. og 2. hæð ráðhússins.
Ákvörðun um framhald málsins er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.