Stjórnsýslunefnd

3786. fundur 26. febrúar 2003

4. fundur
26.02.2003 kl. 08:00 - 10:10
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Fullnaðarafgreiðsla fastanefnda og embættismanna
2002120010
Bæjarstjóri lagði fram greinargerð um heimildir nefnda, ráða og embættismanna til fullnaðarafgreiðslu þar sem kynntur er rammi að verklagi og drög að almennum reglum um heimildir til fullnaðarafgreiðslna nefnda og embættismanna.
Afgreiðslu frestað.


2 Sameining fjármálasviðs og þjónustusviðs
2002120097
Halla Margrét Tryggvadóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir starfi vinnuhópa að tillögum um skipulag nýs stjórnsýslusviðs. Vinnuhóparnir eru að ljúka störfum og endanlegar tillögur munu liggja fyrir næsta fundi stjórnsýslunefndar.

Fundi slitið