Stjórnsýslunefnd

3741. fundur 12. febrúar 2003

3. fundur
12.02.2003 kl. 08:10 - 09:45
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Dagskrár bæjarstjórnarfunda
2002120010
Tekin fyrir að nýju tillaga um að uppsetningu dagskrár bæjarstjórnarfunda verði breytt þannig að á henni verði mál sem bæjarfulltrúar hafa óskað eftir að ræða þar með tillögu að bókun. Fundargerðir og afgreiðsla mála hjá fastanefndum verði einungis lagðar fram til kynningar á fundum bæjarstjórnar. Meðferð fastanefndar á máli skoðast staðfest af bæjarstjórn ef tillaga um aðra afgreiðslu er ekki samþykkt á fundi bæjarstjórnar.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vinna að þeirri breytingu á verklagi sem þessi tillaga felur í sér.
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir samþykkir að vinna áfram að tillögunni með fyrirvara um endanlega útfærslu.2 Sameining fjármálasviðs og þjónustusviðs
Jón Birgir Guðmundsson verkefnastjóri gerði grein fyrir starfi vinnuhópa að tillögum um skipulag nýs stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið.