Stjórnsýslunefnd

3717. fundur 29. janúar 2003

2. fundur
29.01.2003 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari
Jón Birgir Guðmundsson


1 Vinnuáætlun stjórnsýslunefndar
2002120010
Lögð var fram vinnuáætlun fyrir fundi stjórnsýslunefndar fram í september 2003.
Vinnuáætlunin var samþykkt í meginatriðum.


2 Framsetning fundargerða bæjarstjórnar
2002120010
Lagt er til að framsetningu fundargerða bæjarstjórnar verði breytt frá því sem tíðkast hefur þannig að auðveldara verði fyrir lesendur að átta sig á um hvaða mál er verið að fjalla hverju sinni. Jafnframt komi fram í fundargerðum hvernig bæjarfulltrúar greiða atkvæði ef ágreiningur er um afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað.


3 Fullnaðarafgreiðsla fastanefnda og embættismanna
2002120010
Lagt er til að vald til fullnaðarafgreiðslu erinda/mála verði í auknum mæli fært til nefnda og embættismanna og að bæjarstjórn fjalli fyrst og fremst um stefnumörkun.
Afgreiðslu frestað.


4 Dagskrár bæjarstjórnarfunda
2002120010
Lagt er til að uppsetningu dagskrár bæjarstjórnarfunda verði breytt þannig að á henni verði einungis mál sem bæjarfulltrúar hafa óskað eftir að ræða þar. Fundargerðir fastanefnda verði einungis lagðar fram til kynningar. Mál úr fundargerð nefndar skoðast samþykkt af bæjarstjórn ef enginn bæjarfulltrúi óskar eftir að ræða það á bæjarstjórnarfundi.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.