Stjórnsýslunefnd

4393. fundur 15. október 2003

16. fundur 2003
15.10.2003 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson, formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Gunnar Frímannsson, fundarritari

1 Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar - endurskoðun 2003
2003070066
Bæjarstjórn vísaði framkomnum tillögum til stjórnsýslunefndar eftir fyrri umræðu 7. október.
Stjórnsýslunefnd fór yfir framkomnar athugasemdir og samþykkti að leggja samþykktina með áorðnum breytingum fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.


2 Erindisbréf fyrir stjórnsýslunefnd
2003080052
Tekin voru til umræðu drög að erindisbréfi fyrir stjórnsýslunefnd sem samþykkt voru sem fyrirmynd að erindisbréfum nefnda og ráða Akureyrarbæjar á fundi nefndarinnar 27. ágúst 2003.
Afgreiðslu frestað.


3 Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð 2002-2005 - skipun í starfshóp
2002090017
Bæjarstjórn samþykkti 7. október sl. að tillögu atvinnumálanefndar að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að fylgja eftir þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið vegna vinnu að Byggðaáætlun 2002-2005 og geta stuðlað að eflingu byggðar á Akureyri.
Stjórnsýslunefnd leggur til að eftirtaldir einstaklingar verði í starfshópnum:
Bjarni Jónasson,
Guðmundur Ómar Guðmundsson,
Ingi Rúnar Eðvarðsson,
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir og
Sigrún Björk Jakobsdóttir.4 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2004
2003090088
Lögð voru fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2004.
Samþykkt að halda næsta fund nefndarinnar með þátttöku deildarstjóra stjórnsýslusviðs þar sem farið verður yfir starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2004.


5 Fjárhagsáætlun 2004 - stjórnsýslusvið
2003060094
Umræður um fjárhagsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2004.
Samþykkt að halda næsta fund nefndarinnar með þátttöku deildarstjóra stjórnsýslusviðs þar sem farið verður yfir starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2004.


6 Fundargerð fræðslunefndar 2. október 2003
2003060080
Lögð var fram fundargerð fræðslunefndar frá 2. október 2003. Fundargerðin er í 4 liðum og hafa
2. og 3. liður verið afgreiddir í bæjarráði 9. október sl.
Rætt var um framtíðaráherslur í fræðslumálum starfsmanna Akureyrarbæjar.


7 Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2003 - maí 2004
2003100013
Áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2003 til maí 2004 var lögð fyrir stjórnsýslunefnd.
Samþykkt að auglýsa viðtalstíma bæjarfulltrúa samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.Fundi slitið.