Stjórnarnefnd v/umhverfisátaks

1894. fundur 01. júní 1999

 
14. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 1. júní kl. 16.00 var haldinn fundur í nefnd um umhverfisátak í fundarsal á 1. hæð í Geislagötu 9.
Mætt voru: Sigríður Stefánsdóttir, Sveinn Heiðar Jónsson, Hallgrímur Indriðason, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðmundur Guðlaugsson og Guðmundur Sigvaldason.

Þetta gerðist:

 

1. Lögð fram drög að skýrslu á úttekt á núverandi stöðu umhverfismála í bænum, sbr. leiðbeiningar verkefnisstjóra íslenska Staðardagskrárverkefnisins. Drögin voru yfirfarin vandlega og komu fram allmargar ábendingar um endurbætur.
Verkefnisstjóra var falið að endurskoða drögin með tilliti til framkominna ábendinga og ganga frá þeim.

 

2. Umræður urðu um umhverfismálin vítt og breitt.

 

3. Gerð var grein fyrir ráðstefnunni 17. maí s.l., sbr. 2. tölulið síðustu fundargerðar. Ráðstefnuna sóttu Sigríður Stefánsdóttir og Guðmundur Sigvaldason. Hún þótti takast ágætlega, en helstu niðurstöður hennar er að finna á vefslóð íslenska Staðardagskrárverkefnisins, WWW.samband.is/dagskra21.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.

 

Sigríður Stefánsdóttir
Hallgrímur Indriðason
Sveinn Heiðar Jónsson
Þorsteinn Þorsteinsson