Stjórnarnefnd v/umhverfisátaks

1892. fundur 09. mars 1999

Stjórnarnefnd v/umhverfisátaks 9. mars 1999.
12. fundur.


Ár 1999, þriðjudaginn 9. mars kl. 16.00 var haldinn á vegum nefndarinnar kynningarfundur um Staðardagskrárverkefni umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sérstakur gestur fundarins var Stefán Gíslason verkefnisstjóri.
Til fundarins voru boðaðir auk nefndarinnar bæjarfulltrúar, umhverfisnefnd, fulltrúar frá Sorpsamlagi Eyjafjarðar, nokkrir embættismenn bæjarins, auk nokkurra aðila sem tengst hafa starfi nefndarinnar. Samtals sóttu fundinn 24 manns.

Þetta gerðist:

     1. Sigríður Stefánsdóttir setti fundinn og gerði grein fyrir þeim verkefnum og starfi sem unnið hefur verið í umhverfismálum í víðum skilningi á undanförnum árum. Hún sagði einnig frá starfi nefndarinnar, þátttöku Akureyrarbæjar í verkefninu og kynnti nýjan starfsmann Guðmund Sigvaldason, sem tekur til starfa á næstu vikum.

     2. Stefán Gíslason verkefnisstjóri gerði ítarlega grein fyrir hugmyndafræðinni bak við Staðardagskrá 21 og verkefninu um umhverfisáætlanir sem 31 sveitarfélag tekur þátt í.

     3. Að lokum komu fram fyrirspurnir og umræður urðu um efni fundarins.
     Fundarmenn skildu einnig eftir hugmyndir sínar um úrbætur í umgengni við umhverfið. Þær hugmyndir og ábendingar verða teknar saman og nýttar í því starfi sem framundan er.

Fundi slitið kl. 18.10.

Sigríður Stefánsdóttir
Sveinn Heiðar Jónsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Helga Rósantsdóttir