Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

255. fundur 19. desember 2014 kl. 08:15 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málin Naustaskóli 3. áfangi - stjórnunarálma, sem verði 4. liður á dagskrá og Fasteignir Akureyrarbæjar - kynning fyrir stjórn FA sem verði 5. liður á dagskrá og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Ófyrirséð viðhald - útboð 2014

Málsnúmer 2014110022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða útboðs á ófyrirséðu viðhaldi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar fyrir árin 2015-2016.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfa að fjalla um blikksmíðahluta þessa liðar.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Dagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

2.Skjaldarvík - húsaleigusamningur við Concept ehf

Málsnúmer 2004010122Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. desember 2014 vegna viðauka dagsettur 5. desember 2014 við húsaleigusamning sem dagsettur er 26. janúar 2010. Málið var áður á dagskrá þann 5. desember 2014.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var því hafnað með 4 samhljóða atkvæðum.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gerður verði viðauki við húsaleigusamninginn á forsendum framlagðra gagna.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

3.Verkfundargerðir FA 2014

Málsnúmer 2014010024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Borgargil 1 - Hyrna ehf: 19.- 21. fundargerð dagsett 14. og 28. nóvember og 12. desember 2014.
Sundlaug Akureyrar - verkefnislið: 2.- 4. fundur verkefnisliðs dagsett 28. ágúst, 16. september og 16. desember 2014.
Verkefnislið Nökkva: 1. fundur verkefnisliðs dags. 16. desember 2014.

4.Naustaskóli 3. áfangi - stjórnunarálma

Málsnúmer 2014120116Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina dags. 18. desember 2014.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að framkvæmdin verði boðin út samkvæmt framlögðum gögnum.

5.Fasteignir Akureyrarbæjar - kynning á viðhaldi fyrir stjórn FA

Málsnúmer 2014120118Vakta málsnúmer

Kynning á helstu viðhaldsverkefnum áranna 2014-2015 hjá FA.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar starfsfólki FA og nefndarmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á senn liðnu ári.

Fundi slitið - kl. 11:00.