Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

247. fundur 29. ágúst 2014 kl. 08:15 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Óskar Gísli Sveinsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Enginn mætti í fjarveru Helenu Þuríðar Karlsdóttur S-lista.

1.Húsaleiga Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014080133Vakta málsnúmer

Rætt um hvar bóka eigi mismun á uppsettri húsaleigu FA og raunleigu á fasteignum bæjarins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til bæjarráðs.

2.Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara

Málsnúmer 2014080046Vakta málsnúmer

Rætt um húsaleigu fyrir kjallarann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014080035Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun FA 2015.

4.Verkfundargerðir FA 2014

Málsnúmer 2014010024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Borgargil 1 - Hyrna ehf: 11.- 14. verkfundur dagsettar 27. júní, 11. og 25. júlí og 25. ágúst 2014.
Þórunnarstræti 99 kjallari: 1. fundur verkefnisliðs dagsett 26. ágúst 2014.
Sundlaug Akureyrar endurnýjun rennibrauta: 1. fundur verkefnisliðs dagsett 26. ágúst 2014.

Fundi slitið - kl. 11:15.