Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

211. fundur 22. júní 2012 kl. 08:15 - 09:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir malbikun á stíg sunnan stúkunnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að malbika stíginn og bílastæði við stúkuna fyrir fólk með fötlun.

2.Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9

Málsnúmer 2011080097Vakta málsnúmer

Farið yfir búnaðarkaup fyrir nýja hjúkrunarheimilið.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaupin samkvæmt framlögðum gögnum.

3.Verkfundargerðir FA 2012

Málsnúmer 2012010240Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimilið Vestursíðu 9 - SS Byggir ehf: 24. verkfundur dags. 14. júní 2012.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 24. og 25. verkfundur dags. 5. og 19. júní 2012.

Fundi slitið - kl. 09:00.