Stjórn Akureyrarstofu

167. fundur 24. júní 2014 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Mínerva Björg Sverrisdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 18. júní sl. kosið aðal- og varamenn í stjórn Akureyrarstofu.

Aðalmenn:
Logi Már Einarsson formaður
Elvar Smári Sævarsson varaformaður
Anna Hildur Guðmundsdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Hildur Friðriksdóttir
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Sædís Gunnarsdóttir
Mínerva Björg Sverrisdóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Hanna Dögg Maronsdóttir
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Guðmundur Magni Ásgeirsson varaáheyrnarfulltrúi

1.Stjórn Akureyrarstofu 2014-2018

Málsnúmer 2014060161Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu kynnti og fór yfir þá málaflokka og verkefni sem stjórnin hefur með höndum. Bæði aðal- og varamenn sátu fundinn undir þessum lið.

2.Sameining menningarstofnana - viðræður Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Málsnúmer 2012090021Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir þær hugmyndir og áætlanir sem liggja til grundvallar samrekstri menningarstofnananna þriggja. Ný sjálfseignarstofnun verður sett á fót af félögunum, stofnfundur hennar er áætlaður 7. júlí n.k. og mun hún taka til starfa þann 1. ágúst á þessu ári. Bæði aðal- og varamenn sátu fundinn undir þessum lið.

3.Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu - ráðning afleysingar vegna námsleyfis

Málsnúmer 2014060160Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og lagði ásamt formanni stjórnar Akureyrarstofu, fram tillögu um ráðningu starfsmanns sem leysa mun framkvæmdastjóra Akureyrarstofu af í námsleyfi frá ágúst 2014 til ágúst 2015. Umsækjendur um starfið voru 19. Ráðningarferlið var unnið með aðstoð Capacent ráðninga. Bæjarstjóri og fyrrverandi formaður stjórnar Akureyrarstofu tóku viðtöl við þá 5 umsækjendur sem fremst töldust standa. Nýr formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarstjóri tóku svo að lokum viðtöl við þá 3 umsækjendur sem þá stóðu eftir. Niðurstaðan er sú að leggja til að Skúla Gautasyni verði boðin afleysingarstaða framkvæmdastjóra Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 18:00.