Stjórn Akureyrarstofu

142. fundur 23. maí 2013 kl. 16:00 - 18:05 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Þórarinn Stefánsson
  • Guðrún Þórsdóttir
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Hermannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Leikfélag Akureyrar - samningur 2012-2015

Málsnúmer 2013010067Vakta málsnúmer

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA mætti á fundinn og fór yfir rekstur félagsins á yfirstandandi leikári.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki fyrir komuna. Stefnt er að sameiginlegum fundi stjórnar Akureyrarstofu og stjórnar LA í næstu viku.

2.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðuna á vinnu við mótun atvinnustefnu fyrir Akureyri.

3.AK-Extreme - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2013050160Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni dags. 16. maí 2013 frá Hilmari Þór Sigurjónssyni, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna byggingar stökkpalls í Kaupvangsstræti í tengslum við hátíðina á þessu ári. Akureyrarbær hefur undanfarin ár stutt hátíðina með aðgangi að aðstöðu í Hlíðarfjalli og fjárframlagi upp á kr. 200.000.

Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við ósk um hækkun á fjárhagsstuðningi en samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að ræða við skipuleggjendur um að gerður verði 2ja-3ja ára samningur um stuðning bæjarins við hátíðina.

4.Grímsey - heimskautsbaugurinn

Málsnúmer 2012040043Vakta málsnúmer

Akureyrarstofa hlaut nýverið 2,2 mkr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að halda samkeppni um nýtt tákn eða kennileiti fyrir norðurheimskautsbauginn í Grímsey. Skipa þarf verkefnislið sem undirbýr og stýrir framkvæmd samkeppninnar.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar framgangi verkefnisins. Stjórnin skipar Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra á Akureyrarstofu fyrir sína hönd í verkefnisliðið. Einnig óskar stjórnin eftir því að Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála, Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri og Sigríður Stefánsdóttir tengiliður bæjarins við Grímsey taki sæti í verkefnisliðinu. Jafnframt er óskað eftir því að hverfisráð Grímseyjar skipi einn fulltrúa í verkefnissliðið.

5.Ferðamálafélag Hríseyjar - samningur 2013-2015

Málsnúmer 2011060099Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi Akureyrarstofu og Ferðamálafélags Hríseyjar fyrir árin 2013-2015.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

6.Fjölskylduhátíð í Hrísey 2013 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013050186Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. maí 2013 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur, f.h. fjölskylduhátíðarinnar, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til að ráða verkefnisstjóra fyrir hátíðina.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins.

7.Ferðafélag Akureyrar - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2012050191Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. maí 2013 frá Hólmfríði Guðmundsdóttur f.h. ferðanefndar Ferðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefnisis "Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar".

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.

8.Sjómannadagur á Akureyri - ,,Einn á báti" á Hömrum - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013040176Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni dags. 22. apríl 2013 frá Árna Rúnari Jóhannessyni f.h. hátíðarinnar "Einn á báti" sem er hluti hátíðarhaldanna í tilefni af Sjómannadeginum á Akureyri. Óskað er eftir framlagi að upphæð kr. 250.000.

Akureyrarbær styður nú þegar við hátíðarhöldin vegna Sjómannadagsins með 300.000 kr. fjárframlagi auk þess sem starfsfólk Akureyrarstofu leggur til umtalsverða vinnu vegna þeirra. Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við ósk um aukinn stuðning við hátíðarhöldin að þessu sinni.

9.Hof og Samkomuhús - 4G netsamband

Málsnúmer 2013040260Vakta málsnúmer

Erindi frá Menningarfélaginu Hofi annars vegar og Leikfélagi Akureyrar hins vegar vegna breytinga sem gera þarf á hljóðbúnaði Menningarhússins og Samkomuhússins vegna tilkomu 4G farsímakerfa. Erindunum er beint til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar en óskað er eftir áliti stjórnar Akureyrarstofu vegna aukinnar lausafjárleigu sem af breytingunum hlytist.

Stjórn Akureyrarstofu er sammála því mati sem fram kemur í erindunum, að breytingar á þráðlausum búnaði húsanna séu óhjákvæmilegar og samþykkir þau fyrir sitt leyti. Kostnaði sem af þessu hlýst þarf að mæta við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á því að Póst- og fjarskiptastofnun, sem annast úthlutun tíðnisviða fyrir 4G símakerfið og hefur af henni tekjur, skuli ekki standa straum af óhjákvæmilegum kostnaði sem menningar- og samkomuhús um allt land verða fyrir. Rekstraraðilar húsanna eiga engan kost annan en að gera breytingar á búnaði en eiga enga aðild að viðskiptum með tíðnisvið. Stjórn Akureyrarstofu telur nauðsynlegt að Póst- og fjarskiptastofnun verði krafin um endurgreiðslu vegna kostnaðar sem af breytingunum hlýst. Framkvæmdastjóra falið að kanna grundvöll slíkrar kröfu í samstarfi við Fasteignir Akureyrarbæjar og bæjarlögmann.

Fundi slitið - kl. 18:05.