Stjórn Akureyrarstofu

136. fundur 07. febrúar 2013 kl. 16:00 - 17:30 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Sem kunnugt er hefur verið samið við ráðgjafafyrirtækið Netspor um vinnu við stefnumótun Akureyrarbæjar í atvinnumálum. Skipuð hefur verið sérstök fagstjórn um verkefnið sem í eiga sæti Fjóla Björk Jónsdóttir aðjunkt við viðskiptadeild HA, Ingibjörg Ringsted framkvæmdastjóri Lostætis Akureyri, Sigmundur Ófeigsson stjórnarmaður í stjórn Akureyrarstofu og Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi í stjórn Akureyrarstofu.
Nú er nýlokið fyrsta fasa vinnunnar sem var að ná saman breiðum hópi sem víðast að úr athafnalífinu til að vinna að svonefndum sviðsmyndum fyrir Akureyri árið 2030. Um 50 manns tóku þátt í þessum fasa, þar sem greindir voru líklegir megindrifkraftar í þróun samfélagsins og dregnar upp ólíkar sviðsmyndir eftir því hvert þeir kraftar toga þróunina. Sviðsmyndirnar verða svo nýttar í hinni eiginlegu stefnumótunarvinnu sem fram fer á vormánuðum en áætlað er að vinnunni ljúki í maí.

2.Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - viðræður um aukna samvinnu

Málsnúmer 2012090021Vakta málsnúmer

Viðræður fulltrúa félaganna hafa staðið yfir frá því á haustmánuðum 2012 og hafa gengið vel. Fulltrúar stjórnar Akureyrarstofu hafa leitt þær. Hópurinn hefur dregið upp fáeinar ólíkar leiðir til aukinnar samvinnu. Nú hefur verið gengið frá því að Háskólinn á Akureyri komi að verkefninu en nemandi í viðskiptadeild skólans hefur gert útfærslu á hugmyndum hópsins að lokaverkefni sínu sem áætlað er að ljúki í maí.

3.Starfslaun listamanna 2013 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2013020041Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag á vali þeirra listamanna sem til greina koma og hvort gera eigi einhverjar breytingar á því. Rætt um kosti og galla ólíkra aðferða.

Ákveðið að fyrirkomulag verði óbreytt frá því sem verið hefur og að auglýst verði eftir umsóknum um starfslaun.

4.Menningarsjóður / Húsverndarsjóður - auglýsing 2013 og styrkir 2012

Málsnúmer 2013010282Vakta málsnúmer

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Húsverndarsjóði og Menningarsjóði fyrir árið 2013. Lagt fram til kynningar ásamt yfirliti yfir þá verkefnastyrki sem starfsfólk Akureyrarstofu tók ákvörðun um á árinu 2012 skv. vinnureglum.

5.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál 2013-2015

Málsnúmer 2013010068Vakta málsnúmer

Greint frá viðræðum við menntamálaráðuneytið og fundi sem formaður stjórnar og framkvæmdastjóri áttu með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 17:30.