Stjórn Akureyrarstofu

75. fundur 26. maí 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
75. fundur
26. maí 2010   kl. 16:00 - 17:35
Menningarhúsið Hof - fundarherbergi á 2. hæð


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari1.          Gamli spítalinn - Gudmanns Minde
2009110059
Lagðar fram til kynningar niðurstöður vinnuhóps um sýningarhald og starfsemi í Gudmands Minde, en vinnuhópurinn var skipaður sl. haust þegar framkvæmdum við endurbætur á húsinu lauk. Í vinnuhópnum voru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Minjasafninu, Læknafélagi Akureyrar og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í samræmi við viljayfirlýsingu þessara aðila um samstarf frá 5. nóvember 2009.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar vinnuhópnum greinargóðar tillögur. Ljóst er að framhald verkefnisins ræðst af þeim þeim fjármunum sem mögulegt er að veita til þess. Samþykkt að það verði tekið upp að nýju í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.


2.          Menningarfélagið Hof - Menningarhúsið Hof
2008090055
Framkvæmdastjóri Menningarfélagsins, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og verkefnastjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu, Hulda Sif Hermannsdóttir, kynntu dagskrá opnunarhátíðar Hofs og lögðu fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Húsið verður vígt í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar og Akureyrarvöku í lok ágúst og verður boðið upp á fjölbreytta viðburði bæði opnunarhelgina og fram á haustið. Húsið er þétt bókað og ljóst að nóg verður um að vera bæði á sviði menningarviðburða og ráðstefnuhalds.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar greinargóðar upplýsingar um hátíðina og lýsir yfir ánægju með dagskrá hennar og þann fjölda viðburða og funda sem fyrir liggja til áramóta.


3.          Endurskoðun á stefnu Akureyrarstofu 2010
2010020052
Farið yfir inngangskafla stefnunnar og kafla um verkaskipti á sviði ferða- og atvinnumála, þar sem tilgreint er í grófum dráttum hlutverk Akureyrarstofu, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og annarra aðila sem að málum koma. Fráfarandi stjórn Akureyrarstofu hefur lokið endurskoðun á stefnunni og helstu skilgreiningum  fyrir sitt leyti en telur eðlilegt að ný stjórn ljúki þeirri vinnu og endurskoði verkefnakafla stefnunnar í samræmi við þær áherslur sem hún vill leggja á nýju kjörtímabili.


Í lok fundar færði formaður stjórnar Akureyrarstofu stjórn, starfsfólki og undirstofnunum alúðar þakkir fyrir farsælt samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið.