Stjórn Akureyrarstofu

74. fundur 19. maí 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
74. fundur
19. maí 2010   kl. 16:00 - 18:12
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Grasrót - Iðngarðar og nýsköpun - styrkbeiðni 2010
2010040102
Erindi dags. 29. apríl 2010 frá George Hollanders fyrir hönd stjórnar Grasrótar þar sem sótt er um fjárstyrk til 3ja ára, alls 28 milljónir á ári. George og Rúnar Þór Björnsson komu á fundinn og gerðu grein fyrir erindinu og þeim áformum sem í því felast.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar George og Rúnari fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar. Stjórnin samþykkir að gerð verði úttekt á starfseminni hingað til og þarfagreining og kostnaðaráætlun fyrir framhaldið. Jafnframt verið kannað samstarf við Vinnumálastofnun, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Impru. Erindið verði tekið fyrir að nýju að þessu loknu.


2.          Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2010
2010050062
Valdís Viðarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili kom á fundinn og gerði grein fyrir starfseminni á árinu 2009 og framkvæmd Listasumars. Jafnframt fór hún yfir undirbúning Listasumars fyrir árið 2010. Starfsemin var viðamikil á síðasta ári, viðburðum fækkaði nokkuð en gestum fjölgaði. Farið var í sparnaðaraðgerðir sem skiluðu umtalsverðum árangri m.a. í minni yfirvinnu og fyrir vikið var reksturinn vel innan áætlunar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Valdísi fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.


3.          Friðbjarnarhús - umsókn um afnot
2010050060
Erindi dags. 14. maí 2010 þar sem Guðbjörg Ringsted óskar eftir afnotum af Friðbjarnarhúsi til að hýsa leikfangasafn og reka það í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og Akureyrarstofu. Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri kom á fundinn og tók þátt í umræðunni.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með erindið og telur að leikfangasafn eða sýning eigi vel heima í húsi Góðtemplara á Akureyri. Stjórnin samþykkir að taka þátt í verkefninu með því að leggja til afnot af Friðbjarnarhúsi, aðstoð við uppsetningu, kynningu og markaðssetningu. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi um stuðning við verkefnið.


4.          Evrópumeistaramót WPF - styrkbeiðni 2010
2010030023
Erindi móttekið 4. mars 2010 frá Sigfúsi Þorgeiri Fossdal þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til tækjakaupa og húsaleigu vegna fyrirhugaðs Evrópumeistaramóts WPF í kraftlyftingum, bekkpressu og réttstöðulyftu sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 23.- 26. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu býðst til að aðstoða við kynningu og markaðssetningu á viðburðinum en geturr ekki veitt styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni og vísar þeim hluta erindisins til bæjarráðs.5.          Stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli
2010050061
Rætt um áform um stækkun flugstöðvarinnar og flughlaðsins við Akureyrarflugvöll.
Stjórn Akureyrarstofu, sem fer með ferðamál fyrir hönd Akureyrarbæjar, skorar á ferðamála- og samgönguyfirvöld á Íslandi að ráðast hið fyrsta í stækkun flugstöðvar og flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Stjórnin vill benda á þrjár mikilvægar ástæður fyrir þessu:

1) Mikilvægi flugvallarins á Akureyri sem varaflugvallar fyrir Ísland ætti nú að vera öllum ljóst vegna þeirrar röskunar sem orðið hefur á flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Brýnt er að stækka flugstöðina og flughlaðið til að tryggja öryggi og afkastagetu mannvirkisins eins og frekast er kostur.

2) Ákaflega mikilvægt er að hefja svo fljótt sem kostur er beint millilandaflug á milli Evrópu og Akureyrar allt árið um kring. Stækkun flugstöðvarinnar og flughlaðsins myndi styðja mjög við slík áform. Fáar einstakar aðgerðir myndu efla ferðaþjónustu á svæðinu með sambærilegum hætti, álag á ferðamannasvæði á Íslandi myndi dreifast og leiða má líkur að því að heildarfjöldi ferðamanna til landsins aukist í fyllingu tímans.  Markaðssetning á Norðurlandi og opnun annarrar flughafnar inn í landið skiptir miklu máli til að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustu og valmöguleika fyrir erlenda sem og innlenda gesti.

3) Stækkun flugstöðvarinnar og flughlaðsins er mikilvægt verkefni að ráðast í með hliðsjón af atvinnuleysi á Norðurlandi eystra og samdrætti í byggingarframkvæmdum. Í verkefninu færi saman arðbær aðgerð í þágu ferðaþjónstu og atvinnusköpun á erfiðum tímum.
Fundi slitið.