Stjórn Akureyrarstofu

73. fundur 05. maí 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
73. fundur
5. maí 2010   kl. 16:00 - 18:19
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Halla Björk Reynisdóttir
Jón Erlendsson
María Helena Tryggvadóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Norðan Bál - styrkbeiðni
2010020065
Styrkumsókn dags. 10. febrúar 2010 þar sem Norðan Bál sækir um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 130.000.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en felur verkefnisstjóra menningarmála og viðburða að ræða við umsækjanda um starfsemina og þróun hennar.


2.          Kvikmyndaklúbbur Akureyrar - styrkumsókn 2010
2010040047
Erindi ódags. frá Kvikmyndaklúbbi Akureyrar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000 til þess að geta haldið áfram uppbyggingu fjölbreytilegs menningarlífs á sviði kvikmyndasýninga. Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til starfseminnar.


3.          Héðinsfjarðartrefillinn - styrkbeiðni
2010040020
Erindi dags. 7. apríl 2010 frá Fríðu Björk Gylfadóttur þar sem óskað er eftir styrk svo að hægt verði að ljúka við að prjóna 17 km langan trefil. Í lok september er stefnt að því að opna Héðinsfjarðargöng formlega og til að marka þau tímamót kom upp sú hugmynd að tengja bæjarkjarnana saman, frá miðbæ Siglufjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng til miðbæjar Ólafsfjarðar með 17 km löngum trefli. Hugmyndinni hefur verið vel tekið og í dag er verið að prjóna um land allt og einnig í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Hawaii, USA og í Þýskalandi.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en hvetur bæjarbúa til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.


4.          Húsverndarsjóður - styrkir til atvinnumála
2010050015
Í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2010 voru fjárheimildir Húsverndarsjóðs skornar niður þannig að ekki var mögulegt að auglýsa eftir styrkumsóknum. Í ljós hefur komið að eftirspurn er eftir styrkjum og ljóst að verkefni á sviði húsverndar geta stuðlað að atvinnutækifærum fyrir iðnaðarmenn.
Í ljósi stöðunnar óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því við bæjarráð að 2,5 mkr. verði veitt til Húsverndarsjóðs svo unnt verði að auglýsa eftir umsóknum fyrir sumarið.


5.          Samningur við Laxdalshús ehf um greiðasölu, sýningar og viðburðahald í Laxdalshúsi
2009120096
Lagður fram til afgreiðslu samningur milli Akureyrarstofu og Laxdalshúss ehf um greiðasölu, sýningar og viðburðahald í Laxdalshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.


6.          Grasrót iðngarðar og nýsköpun - samningur
2010040102
Lagður fram samningur við Grasrót - Iðngarða og nýsköpun um stuðning Akureyrarbæjar við starfsemi félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.


7.          Endurskoðun á stefnu Akureyrarstofu 2010
2010020052
Farið yfir stöðuna á vinnu við endurskoðun á stefnu Akureyrarstofu.


Fundi slitið.