Stjórn Akureyrarstofu

72. fundur 15. apríl 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
72. fundur
15. apríl 2010   kl. 15:00 - 17:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
María Helena Tryggvadóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Athafna- og nýsköpunarverðlaun Akureyrarstofu 2010
2010010227
Verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn á Sumardaginn fyrsta. Lagðar voru fram tillögur um viðurkenningarhafa.
Ákveðið að veita tveimur fyrirtækjum á Akureyri athafna- og nýsköpunarverðlaun árið 2010.
Annars vegar fær fyrirtækið RAF viðurkenningu fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf og hins vegar SS Byggir fyrir athafnasemi og kraftmikla starfsemi.


2.          Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs 2010
2010040031
Lagðar fram tillögur um viðurkenningar Menningarsjóðs til einstaklinga sem afhentar verða á Vorkomu Akureyrarstofu á Sumardaginn fyrsta.
Ákveðið var að veita Arngrími Jóhannssyni, Heiðdísi Norðfjörð og Ingva Rafni Jóhannssyni heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrar fyrir mikilvægt framlag til menningarmála á Akureyri.


3.          Viðurkenningar Húsverndarsjóðs og byggingarlistaverðlaun 2010
2010040030
Lagðar fram tillögur um viðurkenningar Húsverndarsjóðs og byggingarlistaverðlaun Akureyrarbæjar.
Ákveðið að veita ekki viðurkenningu vegna endurbóta á eldri húsum að þessu sinni, en veita tveimur verkefnum byggingarlistaverðlaun fyrir árið 2010.  Annars vegar arkitektastofunni Kollgátu fyrir viðbyggingu við Helgamagrastræti 3 og Ágústi Hafsteinssyni fyrir stöðvarhús Norðurorku í Glerárgili.


4.          Listasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings
2010010121
Upphaflega var ráðgert að framlengja fyrri samning dags. 5. júlí 2005 með viðauka, en í ljósi þess að breytingar eru gerðar á fjárhæðum og gildistíma varð að samkomulagi að vinna drög að nýjum samningi. Jafnframt var lögð fram til umræðu úttekt á framkvæmd síðasta samnings og kom Karl Guðmundsson bæjarritari á fundinn undir þeim lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.


5.          Starfslaun listamanna 2010
2010010044
Tekin ákvörðun um starfslaun listamanna fyrir starfsárið 2010-2011 sem afhent verða á Vorkomu Akureyrarstofu á Sumardaginn fyrsta.
Ákveðið að veita Birni Þorlákssyni starflaun listamanna fyrir starfsárið 2010-2011.Fundi slitið.