Stjórn Akureyrarstofu

70. fundur 26. mars 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
70. fundur
26. mars 2010   kl. 13:15 - 16:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings 2010
2010030113
Lögð fram til umræðu drög að endurnýjun samnings milli Leikfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar.  Samningsdrögin ná aðeins til ársins 2010 og ráðgert að ganga frá lengri samningi fyrir árslok. Afgreiðslu áður frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.


2.          Samningar vegna rekstrar Menningarhússins Hofs
2010030090
Lagðir fram til samþykktar samningur Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs um rekstur hússins á árunum 2010 og 2011 og samskipta- og þjónustusamningur milli Akureyrarstofu og Menningarfélagsins Hofs fyrir sömu ár.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samningana fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum.


3.          Litla ljóðahátíðin - styrkumsókn 2010
2010010228
Erindi ódags. frá Gunnari Má Gunnarssyni þar sem sótt er um styrk vegna Litlu ljóðahátíðarinnar sem haldin verður dagana 16.- 18. apríl nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til verkefnisins.


4.          Söngvakeppnin Röddin - styrkbeiðni
2010030055
Erindi ódags. frá Maríu Björk Sverrisdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 450.000 og húsnæði vegna söngvakeppni sem halda á fyrir börn á aldrinum 10-16 ára.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


5.          Eldhaf ehf - styrkbeiðni
2010030135
Tölvupóstur dags. 25. febrúar 2010 frá Guðmundi Ómarssyni, framkvæmdastjóra Eldhafs ehf þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna fyrirhugaðrar vinnu við gerð vefsíðu með gömlum ljósmyndum frá Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


6.          Hafnarstræti 88 - styrkbeiðni 2010
2010020085
Erindi móttekið 17. febrúar 2010 frá Sólveigu Dóru Hartmannsdóttur f.h. húsfélagsins Hafnarstræti 88 þar sem óskað er eftir styrk til að ljúka við framkvæmdir á Hafnarstræti 88.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.Fundi slitið.