Stjórn Akureyrarstofu

69. fundur 18. mars 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
69. fundur
18. mars 2010   kl. 16:00 - 18:30
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings 2010
2010030113
Lögð fram til umræðu drög að endurnýjun samnings milli Leikfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar.  Samningsdrögin ná aðeins til ársins 2010 og ráðgert að ganga frá lengri samningi fyrir árslok.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


2.          Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - endurnýjun samnings 2010
2010030114
Lögð fram til umræðu drög að endurnýjun samnings milli Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarbæjar.  Samningsdrögin ná aðeins til ársins 2010 og ráðgert að ganga frá lengri samningi fyrir árslok.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.


3.          Samningar vegna rekstrar Menningarhússins Hofs
2010030090
Lagður fram til umræðu samningur Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs um rekstur hússins á árunum 2010 og 2011. Jafnframt voru kynntir samskipta- og þjónustusamningar Menningarfélagsins við fasta notendur í húsinu:  Tónlistarskólann, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Akureyrarstofu.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagins mætti á fundinn undir þessum lið til að fara yfir samskipta- og þjónustusamningana og ýmis mál sem þeim tengjast.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.Fundi slitið.