Stjórn Akureyrarstofu

68. fundur 03. mars 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
68. fundur
3. mars 2010   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarfélagið Hof - staða verkefnis
2008090055
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs kom á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda, stöðu á samningaviðræðum við fasta notendur hússins og undirbúning að opnunarhátíð þess.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu fyrir komuna og ákveður að halda næsta stjórnarfund í Hofi.


2.          Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun
2010030014
Farið yfir stöðu í viðræðum við menntamálaráðuneytið og stöðuna á endurnýjun samninga við Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Framlag ríkisins til menningarmála á Akureyri verður óbreytt frá síðasta ári eða 120 mkr. sem er 10 mkr. lægra en þágildandi samningur sagði til um. Útlit er fyrir að samningur bæjarins og ríkisins verði framlengdur um 1 ár og tíminn nýttur til að leggja drög að framhaldinu.


3.          Hús skáldanna - Davíðshús og Sigurhæðir - gjaldskrá 2010
2010020086
Lögð fram tillaga frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili um breytingar á gjaldskránni frá því sem ákveðið var í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna þó með þeirri breytingu að gjöld fyrir misserisnot í Sigurhæðum verði kr. 15.000.


4.          Ráðstefna um atvinnumál í Ketilhúsinu - 2010
2010030015
Akureyrarstofa, Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra og Grasrót - Iðngarðar og nýsköpun, eru að undirbúa ráðstefnu í Ketilhúsinu 30. apríl 2010 um atvinnumál í samstarfi við fleiri aðila. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu fór yfir þann undirbúning sem þegar hefur farið fram og hugmyndir um efnistök og fyrirlesara og óskaði jafnframt eftir tillögum og hugmyndum frá stjórnarmönnum.
5.          Vetraríþróttamiðstöð Íslands - vetrarsafn
2010020088
Lagt fram til kynningar erindi dags. 12. febrúar 2010 frá stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands um möguleika á uppsetningu vetrarsafns á Akureyri.


6.          Endurskoðun á stefnu Akureyrarstofu 2010
2010020052
Farið var yfir stöðuna á vinnunni og næstu skref. Vinnu við endurskoðunina verður fram haldið á næsta fundi.


Fundi slitið.