Stjórn Akureyrarstofu

65. fundur 13. janúar 2010
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
65. fundur
13. janúar 2010   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun 2010
2010010119
Farið yfir starfsáætlun fyrir árið 2010 og stöðu verkefna sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu.


2.          Tölvutónn ehf
2009120051
Erindi dags. 31. nóvember 2009 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. Tölvutóns ehf þar óskað er eftir því að starf og umsjón vegna undirbúnings Heitra fimmtudaga 2010, umsjón vegna 4. AIM tónlistarhátíðarinnar sem haldin verður 3.- 6. júní 2010 ásamt atriði sem fyrirhugað er að hafa við opnun menningarhússins Hofs 28. ágúst 2010 verði virt til 4ra mánaða vinnu og verði áfram greidd sem verktakagreiðsla.
Erindið var áður á dagskrá 10. desember 2009 en afgreiðslu frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi við bréfritara.


3.          Listasafnið á Akureyri - endurskoðun á samningi við Art.is
2010010121
Náðst hefur samkomulag við Art.is sem annast rekstur Listasafnsins á Akureyri um breytingar á samningi bæjarins og félagsins, sem miða að því að draga úr kostnaði við rekstur safnsins, til samræmis við almenna hagræðingu í rekstri Akureyrarbæjar. Megin breytingin er fólgin í því að samningsbundin vísitöluhækkun er felld úr gildi og framlög til samningsins lækka um 500 þús. kr. á árinu 2010 og 1 mkr. á árinu 2011. Þá er ákveðið að samningslok verði í árslok 2011.
Stjórn Akureyrarstofu felst á breytingarnar fyrir sitt leyti en viðauki við samninginn fer fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar.


4.          Ráðstefnuskrifstofa Íslands - aðild Akureyrarbæjar
2010010120
Akureyrarbær hefur haft aukaaðild að skrifstofunni, en með tilkomu Hofs vaknar spurning um hvort ekki eigi að taka upp fulla aðild með þeirri þjónustu og aðstoð við markaðssetningu sem því fylgir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að Akureyrarbær gerist fullgildur aðili að Ráðstefnuskrifstofunni og að leitað verði samstarfs við hagsmunaaðila á svæðinu um hana.


5.          Fjölmenningarstefna Eyþings
2008100087
Farið yfir drög að fjölmenningarstefnu Eyþings og útfærslu vinnuhóps fyrir Akureyrarbæ. Sérstaklega farið yfir verkefni sem Akureyrarstofu er ætlað að bera ábyrgð á.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með stefnuna.


6.          Atvinnuleysi - yfirlit
2009100055
Yfirlit um atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í árslok 2009.
Lagt fram til kynningar.


7.          Vigfús Björnsson - styrkbeiðni 2009
2009120121
Erindi dags. 20. desember 2009 frá Jóhanni Haukssyni f.h. Útgáfufélagsins Bóka þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til að koma til móts við mikinn kostnað vegna útgáfu og auglýsingar bókarinnar Lúðrar gjalla eftir Vigfús Björnsson, sem nemur nú um kr. 450.000.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


8.          Laxdalshús - óskað eftir samvinnu um rekstur
2009120096
Erindi dags. 11. desember 2009 frá Magnúsi Sigurbjörnssyni og Daníel Guðmundssyni þar sem óskað er eftir samvinnu um rekstur Laxdalshúss sem veitingahúss og sögusafns sem kallast gæti á við önnur söfn á "safnaslóð" Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og samþykkir að gengið verði til viðræðna við bréfritara.Fundi slitið.