Stjórn Akureyrarstofu

64. fundur 10. desember 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
64. fundur
10. desember 2009   kl. 16:00 - 18:10
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Leikfélag Akureyrar - endurnýjun samnings Akureyrarbæjar og Leikfélagsins
2006100058
Fulltrúar úr stjórn Leikfélags Akureyrar, þeir Egill Arnar Sigþórsson, Kjartan Ólafsson og Ólafur Aðalgeirsson komu á fundinn og fóru yfir starfsemina og það sem framundan er. Þá var rætt um endurnýjun samnings LA og Akureyrarbæjar en samningurinn rennur út nú um áramótin. Ljóst er að framhald samnings bæjarins og Leikfélagsins ræðst að miklu leyti af samningi menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar sem einnig er laus um áramót og brýnt að fá svör um fjárveitingar til þess samnings hið fyrsta.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum LA greinargóðar upplýsingar og viðræður.


2.          Upplýsingamiðstöð ferðamála - framtíðarskipan
2009050023
Ólafur Aðalgeirsson frá Ferðamálastofu kom á fundinn og gerði stjórninni grein fyrir vinnu nefndar um framtíðarskipan upplýsingamiðstöðva ferðamanna á Íslandi. Fram kom að vinnan gengur vel og að nú er beðið umsagnar frá ýmsum hagsmunaaðilum.
Stjórnin þakkar Ólafi greinargóðar upplýsingar.


3.          Saga Akureyrar - 5. bindi  
2006090017
5. bindi Sögu Akureyrar er komið út og er þar með lokið söguritun bæjarins að sinni.
Saga Akureyrar er glæsileg ritröð og mikill fengur að eiga slíkt verk. Stjórn Akureyrarstofu óskar öllum aðstandendum til hamingju og þakkar söguritara vel unnin störf og ánægjulegt samstarf. Jafnframt færir stjórnin ritnefnd Sögu Akureyrar bestu þakkir fyrir hennar störf en í nefndinni sátu: Bernhard Haraldsson, Guðmundur Gunnarsson og Kristján Kristjánsson.


4.          Menningarfélagið Hof - drög að gjaldskrá fyrir menningarhúsið
2008090055
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hofs mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti drögin og fór stuttlega yfir stöðu framkvæmda í húsinu.

5.          Tölvutónn ehf
2009120051
Erindi dags. 31. nóvember 2009 frá Jóni Hlöðveri Áskelsyni f.h. Tölvutóns ehf þar óskað er eftir að starf og umsjón vegna undirbúnings Heitra fimmtudaga 2010, umsjón vegna 4. AIM tónlistarhátíðarinnar sem haldin verður 3.- 6. júní 2010 ásamt atriði sem fyrirhugað er að hafa við opnun Menningarhússins Hofs 28. ágúst 2010 verði virt til 4ra mánaða vinnu og verði áfram greidd sem verktakagreiðsla.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


6.          Karlakór Akureyrar-Geysir - styrkbeiðni
2009110028
Erindi dags. 5. nóvember 2009 frá Snorra Guðvarðssyni og Eggerti Sigurjónssyni f.h. Karlakórs Akureyrar-Geysis þar sem sótt er um aukastyrk vegna starfseminnar að upphæð kr. 280.000.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


7.          Knattspyrnuskóli Arsenal á Akureyri - styrkbeiðni
2009120054
Erindi dags. 6. desember 2009 frá Pétri Ólafssyni f.h. Knattspyrnuskóla Arsenals á Akureyri þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 300.000 vegna reksturs knattspyrnuskólans.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en vísar því til umfjöllunar í íþróttaráði og í samfélags- og mannréttindaráði sem fer með tómstundamál.
Tryggvi Þór Gunnarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.


8.          Hanna Guðný H. Hallgrímsdóttir - styrkumsókn vegna tónleika
2009120035
Erindi dags. 23. nóvember 2009 frá Hönnu Guðnýju H. Hallgrímsdóttur, kt. 260685-2609, þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleika sem fyrirhugað er að halda í Ketilhúsinu í janúar eða febrúar 2010.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


9.          Listasafnið á Akureyri - samráðsfundur með forstöðumanni
2009120055
Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri mætti á fundinn og fór yfir starfsemi safnsins og kynnti sýningaáætlun fyrir árið 2010. Einnig mætti á fundinn undir þessum lið Aðalheiður Eysteinsdótir sem fulltrúi Sambands íslenskra myndlistarmanna. Starfsemi safnsins hefur í það heila gengið vel og framundan eru fjölbreyttar sýningar á árinu 2010.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi greinargóðar upplýsingar og þeim Aðalheiði fyrir gagnlegar umræður í kjölfarið.Fundi slitið.