Stjórn Akureyrarstofu

62. fundur 11. nóvember 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
62. fundur
11. nóvember 2009   kl. 16:00 - 17:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Málverkasafn Tryggva Ólafssonar - útilistaverkið Ferð
2009090074
Framhald á umræðu um beiðni Málverkasafnsins um kaup á verkinu Ferð sem er í eigu Akureyrarbæjar. Formlegt tilboð er komið í verkið sem hljóðar upp á 1,2 m.kr. í peningum og að auki eftirprentanir af verkum Tryggva.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að taka tilboðinu og að andvirði sölunnar verði ráðstafað til kaupa á verkum eftir listamenn á Akureyri. Tilhögun þeirra kaupa verður ákveðin síðar.


2.          Eflingarsamningar - umsóknir 2009
2009010103
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. október 2009:
Lögð fram umsókn um eflingarsamning frá Norðan Báli, kt. 640205-0590.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það fellur ekki undir  reglur um eflingarsamninga, en vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.
Afgreiðslu frestað.


3.          Fjárhagsáætlun 2010 - stjórn Akureyrarstofu
2009060135
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2010 fyrir þá málaflokka sem til stjórnar Akureyrarstofu heyra.
Vinnu við áætlunina verður haldið áfram á næsta fundi.


Fundi slitið.