Stjórn Akureyrarstofu

61. fundur 14. október 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
61. fundur
14. október 2009   kl. 16:00 - 17:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Matur-inn 2009 - styrkbeiðni
2009100054
Erindi ódags. frá Friðriki V. Karlssyni f.h. sýningarstjórnar Matur-inn 2009 þar sem þess er formlega farið á leit við Akureyrarstofu að leiga að upphæð kr. 420.000 fyrir Íþróttahöllina á Akureyri vegna sýningarinnar verði styrkur Akureyrarbæjar og Akureyrastofu við verkefnið.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því hve vel tókst til með sýninguna að þessu sinni. Stjórnin getur ekki komið að fullu til móts við óskir um stuðning vegna leigu í Íþróttahöllinni en samþykkir styrk að upphæð kr. 220.000 til verkefnisins.


2.          Grasrót - iðngarðar og nýsköpun - styrkbeiðni 2009
2009090035
Erindi dags. 8. september 2009 frá George Hollanders og Rúnari Þór Björnssyni f.h. stjórnar Grasrótar þar sem sótt er um styrk sem nemur húsaleigu og rekstrarkostnaði til 1-2ja ára reynslutímabils.
Framhald umræðu frá fundi stjórnar Akureyrarstofu 30. september 2009. Að auki hefur borist erindi frá Vinnumarkaðsráði NE þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um stuðning við verkefnið.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir sig fylgjandi verkefninu og að gerð verði tilraun með það í eitt ár. Stjórnin samþykkir að styðja verkefnið á árinu 2009 og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulagi um stuðninginn.  Áframhaldandi stuðningi er vísaði til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.


3.          Listaverkið Flug boðið til kaups
2009090113
2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 8. október 2009:
Erindi dags. 27. september 2009 frá Yst Ingunni St. Svavarsdóttur þar sem hún býður listaverkið Flug til sölu en listaverkið var sérstaklega unnið fyrir sýninguna "List í garðinum" sem var opnuð á Akureyrarvöku.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Akureyrarstofu til frekari skoðunar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar boðið en getur ekki orðið við erindinu.


4.          Point dansstúdío ehf - stykbeiðni vegna jólasýningar 2009
2009090117
Erindi dags. 29. september 2009 frá Point dansstúdío ehf þar sem sótt er um niðurfellingu á húsaleigu í Ketilhúsinu dagana 7.- 10. desember 2009 vegna jólasýningar skólans.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk til verkefnisins sem komi á móti kostnaði við húsaleigu.


5.          Komdu norður - veturinn 2009-2010
2009090110
Kynning á markaðsverkefninu "Komdu norður" og hvernig því verður háttað í vetur. Verkefnið byggir á samstarfi um 80 aðila í ferðaþjónustu og á Akureyri og nágrenni, en er leitt af Akureyrarstofu.

6.          Atvinnuleysi - yfirlit
2009100055
Lagt fram til kynningar yfirlit um atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í september 2009.  Heldur hefur dregið úr atvinnuleysi á svæðinu en það mældist 5,5% í mánuðinum.


Fundi slitið.