Stjórn Akureyrarstofu

60. fundur 30. september 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
60. fundur
30. september 2009   kl. 16:00 - 17:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Málverkasafn Tryggva Ólafssonar - útilistaverkið Ferð
2009090074
Erindi dags. 16. september 2009 frá Magna Kristjánssyni f.h. Málverkasafns Tryggva Ólafssonar þar sem spurst er fyrir um hvort hugsanlegt sé að fá málverkið "Ferð" keypt, sem safnið er með að láni.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og heimilar framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið og ganga til viðræðna við bréfritara um kaup á verkinu.


2.          Menningarstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2009010154
Rætt um undirbúning að endurskoðun menningarstefnunnar en núverandi stefna gilti út árið 2008 og skipun í verkefnisstjórn fyrir verkefnið.


3.          Dömulegir dekurdagar - 2009
2009090021
Erindi ódags. frá Vilborgu Jóhannsdóttur f.h. aðstandenda Dömulegra dekurdaga þar sem óskað er eftir framlagi frá Akureyrarstofu að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins Dömulegir dekurdagar sem haldnir verða á Akureyri dagana 9.- 11. október 2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.


4.          Grasrót iðngarðar og nýsköpun - styrkbeiðni
2009090035
Erindi dags. 8. september 2009 frá George Hollanders og Rúnari Þór Björnssyni f.h. stjórnar Grasrótar þar sem sótt er um styrk sem nemur húsaleigu og rekstrarkostnaði til 1-2ja ára reynslutímabils.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.