Stjórn Akureyrarstofu

59. fundur 16. september 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
59. fundur
16. september 2009   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - samráðsfundur 2009
2009090058
Samráðsfundur með framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Magnúsi Þór Ásgeirssyni sem kom á fundinn og fór yfir helstu verkefni sem eru í vinnslu og það sem framundan er í starfsemi félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Magnúsi greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.


2.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs kom á fundinn og fór yfir stöðu mála.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu greinargóðar upplýsingar.


3.          Fjárhagsáætlun 2009 - Stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Farið yfir tillögur framkvæmdastjóra um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður í menningarmálum hækki um 25 mkr. frá því sem áætlað var og kostnaður í atvinnumálum hækki um rúmlega 3 mkr. Fyrst og fremst er um að ræða leiðréttingar og breytingar vegna launa og húsaleigu til Fasteigna Akureyrarbæjar en ekki aukið umfang rekstrar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.


4.          Saga Akureyrar 5. bindi  
2006090017
Farið var yfir stöðu verkefnisins og fyrirsjáanlegan kostnað við útgáfuna sem hefur aukist frá því sem áður var áætlað vegna kostnaðarhækkana. Bókin er tilbúin í handriti og fyrirhugað að gefa hana út í haust. Miðað við verðkönnun er útlit fyrir að kostnaður við prentun og útgáfu geti hækkað umfram það sem áður var áætlað, en endanleg niðurstaða ræðst af gengi bókarinnar í sölu.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að verkefnið verði klárað og mögulegum kostnaðarauka verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.Fundi slitið.