Stjórn Akureyrarstofu

58. fundur 02. september 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
58. fundur
2. september 2009   kl. 16:00 - 18:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Markaðsskrifstofa ferðamála - samráð með framkvæmdastjóra
2009010012
Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála kom á fundinn og fór yfir helstu verkefni stofunnar undanfarið og það sem framundan er í ferðaþjónustu og markaðssetningu Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ásbirni góðar og gagnlegar umræður og lýsir yfir ánægju með samstarf Markaðsstofunnar og Akureyrarstofu.


2.          Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2009
2009030075
Margrét Blöndal framkvæmdastjóri hátíðarinnar kom á fundinn til að fara yfir framkvæmdina og reifa hugmyndir um framhald hátíðarhalda um Verslunarmannahelgina.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Margréti fyrir góða framkvæmd hátíðarhaldanna um Verslunarmannahelgina og gagnlegar umræður um hátíðahöld og viðburði almennt.


3.          Atvinnumál - umræður
2009010238
Farið yfir stöðu atvinnuátaksverkefnis Akureyrarbæjar sem Akureyrarstofa hefur umsjón með. Verkefnið hefur gengið vel en í samstarfi bæjarins og Vinnumálastofnunar hafa orðið til störf sem fela í sér um 80 mannmánuði. Til verkefnisins var ætlað um 25 m.kr. og er búið að ráðstafa tælega helmingi þess fjár.
Lagt fram til kynningar.


4.          Upplýsingamiðstöð NE - samningur um rekstur 2009
2009050023
Farið yfir þjónustu upplýsingamiðstöðvarinnar í sumar, reksturinn það sem af er ári og stefnu til framtíðar. Mikil aukning varð á gestakomum í miðstöðina, í júlí komu að meðaltali 856 manns á dag í samanburði við 678 gesti í júlí 2008. Mikil ásókn var í gistingu og bílaleigubíla og á köflum reyndist erfitt að mæta öllum óskum um þá þjónustu. Alls voru heimsóknir í júní, júlí og ágúst 55.953 sem er 19,8% aukning frá fyrra ári.
Lagt fram til kynningar.5.          Akureyrarstofa 2009 - ferðasumarið á Akureyri
2009010008
Farið yfir ýmis verkefni sem Akureyrarstofa hefur komið að í vor og sumar.  Má þar m.a. nefna ferðamannarútu um Akureyri ("City Bus"), gönguvikur á Akureyri og í Eyjafirði, gangandi upplýsingafulltrúar, nýtt götukort af Akureyri, áframhaldandi þróun ferðaþjónustu í Hrísey í samstarfi við Ferðamálafélag Hríseyjar og fjölgun vegvísa fyrir ferðamenn í bænum.
Lagt fram til kynningar.


Baldvin H. Sigurðsson vék af fundi kl. 18.10.Fundi slitið.