Stjórn Akureyrarstofu

57. fundur 19. ágúst 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
57. fundur
19. ágúst 2009   kl. 16:00 - 17:32
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Eyþing - samstarf um menningarmál 2009
2009070005
Erindi dags. 30. júní 2009 frá Eyþingi þar sem sveitarfélögum í Eyþingi eru send drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál. Athugasemdir við samninginn þurfa að berast Eyþingi fyrir 18. ágúst nk. Að öðrum kosti er litið svo á að drögin séu samþykkt.
Farið var yfir drögin og framkvæmdastjóra falið að koma til skila þeim athugasemdum sem fram komu. Stjórn Akureyrarstofu lítur svo á að það hafi verið jákvætt skref að gera þann samstarfssamning sem nú er í gildi og hvetur til þess að samstarfinu verði haldið áfram.


2.          Guðmundur Ármann Sigurjónsson - styrkbeiðni 2009
2009070068
Erindi dags. 29. júlí 2009 frá Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 95.550 vegna flutnings á málverkum og grafíkverkum til Norðurlandahússins í Færeyjum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000 til verkefnisins.


3.          Björn Þorláksson - styrkbeiðni 2008
2008100055
Erindi dags. 3. september 2008 frá Birni Þorlákssyni rithöfundi og skáldi þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á skáldsögu. Erindinu áður frestað að beiðni umsækjanda.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.


4.          Svifvængjamót á Akureyri - styrkbeiðni
2009080037
Erindi dags. 14. ágúst 2009 þar sem óskað er eftir stuðningi við mótið sem haldið verður í byrjun september nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið með aðstoð við kynningu og markaðssetningu en getur ekki orðið við beiðni um aðstoð varðandi tjaldsvæðagjöld eins og óskað er eftir í erindinu.


5.          Matur úr héraði - samstarf við Akureyrarstofu
2009080039
Forsvarsmenn félagsins Matur úr héraði hafa hreyft þeirri hugmynd við framkvæmdastjóra að Akureyrarstofa taki að sér vissa þætti í verkefnum félagsins með samstarfssamningi. Tekið til umræðu.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í hugmyndina og felur framkvæmdastjóra að vinna að samningsdrögum milli Akureyrarstofu og félagsins.


6.          Bandalag íslenskra leikfélaga - styrkbeiðni 2009
2009050027
Erindi dags. 5. maí 2009 frá Vilborgu Valgarðsdóttur framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga þar sem sótt er um styrk og fyrirgreiðslu til Akureyrarbæjar vegna norður-evrópskrar leiklistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri 2010. Óskað er eftir afnotum af aðstöðu í Hofi á meðan á hátíðinni stendur.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með verkefnið og vilja til að styðja það og mun skoða málið í tengslum við gerð fjárhagsáætunar fyrir árið 2010.


7.          Akureyrarvaka 2009
2009030076
Farið yfir dagskrá og framkvæmd Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 28. og 29. ágúst 2009. Verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála gerði grein fyrir stöðunni á undirbúningi og helstu dagskrárliðum.

8.          Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2009
2009050119
Lagt fram yfirlit um stöðu rekstar í málaflokkum stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.