Stjórn Akureyrarstofu

56. fundur 24. júní 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
56. fundur
24. júní 2009   kl. 16:00 - 17:40
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Móttökuhús við höfnina
2009050084
Pétur Ólafsson frá Hafnarsamlagi Norðurlands kom á fundinn og fór yfir hugmyndir um móttökuhús og fleiri mál sem tengjast komu skemmtiferðaskipa til Akureyrar.
Stjórnin þakkar Pétri fyrir komuna á fundinn og afar gagnlegar umræður um málið.


2.          Stjórn Akureyrarstofu - fjárhagsáætlun 2010
2009060135
Farið yfir frumdrög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 fyrir þá málaflokka sem til stjórnarinnar heyra.

Unnar Jónsson vék af fundi að loknum 2. lið.


3.          Petrea Óskarsdóttir - styrkbeiðni
2009060138
Erindi dags. 22. júní 2009 frá Petreu Óskarsdóttur þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 80.000 vegna ferðakostnaðar í tengslum við flautuhátiðina "The National Flute Association".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir ferðastyrk að upphæð kr. 35.000 vegna verkefnisins.Fundi slitið.