Stjórn Akureyrarstofu

55. fundur 10. júní 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
55. fundur
10. júní 2009   kl. 16:00 - 17:40
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Þriggja ára áætlun 2010-2012
2009020054
Áframhaldandi umræður um hagræðingu og sparnað í rekstri fyrir árin 2010-2012.
Amtsbókavörður og forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili komu á fundinn og fóru yfir möguleika í rekstri þeirra stofnana.


2.          Ragnheiður Arngrímsdóttir - bókaútgáfa
2009060097
Erindi (ódags.) frá Ragnheiði Arngrímsdóttur þar sem óskað er eftir þáttöku í útgáfu á ljósmyndabók um Akureyri.
Stjórnin telur að ekki sé mögulegt að svo stöddu að taka þátt í verkefninu á þeim forsendum sem fram koma í erindinu, en til greina kemur að kaupa 50-100 eintök af bókinni eftir að hún kemur út.


3.          Fjölskylduhátíð í Hrísey 2009 - styrkbeiðni
2009060001
8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 4. júní 2009:
Erindi dags. 28. maí 2009 frá Guðrúnu Kristjánsdóttur f.h. Markaðsráðs Hríseyjar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 600.000 til að halda Hríseyjarhátíðina dagana 17.- 19. júlí nk.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu Akureyrarstofu.
Stjórnin samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 og felur Akureyrarstofu að aðstoða við markaðssetningu og kynningu á hátíðinni.


4.          Húni II til Hjalteyrar - styrkbeiðni vegna verkefnis
2009060087
Erindi dags. 10. mars 2009 frá Jóni Þór Benediktssyni þar sem kynnt er verkefnið Húni II til Hjalteyrar. Óskað er eftir styrk til markaðasetningar verkefnisins.
Stjórnin fagnar áframhaldi þróun ferðaþjónustu Húna II og samþykkir að styrkja verkefnið með aðstoð við markaðssetningu og þátttöku í kostnaði við auglýsingar.

5.          Móttökuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa
2009050084
Rætt um fyrirhugaða byggingu móttökuhúss fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem Hafnarsamlag Norðurlands hyggst reisa á Oddeyrartanga.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar aukinni þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa, en telur mikilvægt að ekki verði um tvíverknað að ræða á milli þjónustunnar í móttökuhúsinu og fyrirhugaðrar upplýsingaþjónustu í Hofi sem opnar á næsta ári. Samþykkt að óska eftir því að fulltrúi frá Hafnarsamlagi Norðurlands komi á næsta fund stjórnarinnar til að fara yfir málið.Fundi slitið.