Stjórn Akureyrarstofu

54. fundur 20. maí 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
54. fundur
20. maí 2009   kl. 16:00 - 17:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Amtsbókasafnið á Akureyri - stefna
2009050111
Umræða um drög að stefnu Amtsbókasafnsins á Akureyri.  Starfsmenn og notendaráð safnsins hafa unnið drögin í sameiningu og kom amtsbókavörður á fundinn og gerði grein fyrir stefnunni. Í kynningu sinni kom amtsbókavörður jafnframt inn á starfsemina síðustu mánuði en aukning hefur orðið á aðsókn og notkun á safninu alla mánuði síðan í október 2008, mest 17% aukning í desember.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með stefnuna og telur til fyrirmyndar að stofnanir bæjarins setji sér markmið um starfsemi og þjónustugæði. Stjórnin samþykkir drögin með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum.


2.          Verslunarmannahelgin - hátíðahöld 2009
2009030075
Rætt um hátíðahöld um komandi Verslunarmannahelgi og jafnframt var farið yfir önnur hátíðahöld sem eru fyrirhuguð í sumar. Mjög mikið verður um að vera og ekki færri en 15 stórir viðburðir á dagskránni sem dreifast yfir allt sumarið.


3.          Ferðamál og félagsvísindi - styrkbeiðni
2009050113
Erindi dags. 5. maí 2009 frá Mannfræðistofnun Háskóla Íslands og Rannsóknamiðstöð ferðamála þar sem fram kemur að dagana 8. og 9. maí 2009 verða haldnir átta vinnufundir um ferðaþjónustu í samvinnu við ráðstefnu Háskólans á Akureyri um íslenska þjóðfélagsfræði. Þess er farið á leit við Akureyrarbæ að hann styrki vinnufundina um kr. 100.000.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.


4.           Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2009
2009050119
Lagt fram yfirlit um stöðu rekstrar í málaflokkum stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.


Fundi slitið.