Stjórn Akureyrarstofu

53. fundur 06. maí 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
53. fundur
6. maí 2009   kl. 16:00 - 17:40
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarfélagið Hof - drög að samningum
2008020172
Lögð fram drög að samningum um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs. Annars vegar er um að ræða samning um undirbúningsrekstur á yfirstandandi ári og hins vegar samning sem gildi fyrir árin 2010-2012.
Stjórnin samþykkir samninginn um yfirstandandi ár fyrir sitt leyti, en felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri þeim athugsemdum sem fram komu á fundinum.


2.          Tölvutónn ehf - verksamningur
2009050019
Erindi dags. 23. apríl 2009 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni fh. Tölvutóns ehf þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr verksamningur við fyrirtækið.
Stjórnin samþykkir að framlengja núverandi samning um 4 mánuði.


3.          Þriggja ára áætlun
2009020054
Á fundinum var farið yfir stöðuna varðandi þær hugmyndir sem kynntar hafa verið hjá bænum til að lækka launakostnað og viðbrögð við þeim.  Ennfremur var rætt um stöðuna gangvart 3ja ára áætlun fyrir árin 2010-2012 en ljóst er að stjórn Akureyrarstofu þarf að leita leiða til að auka hagræðingu í rekstri og lækka kostnað.
Framkvæmdastjóra falið að fara yfir málið með forstöðumönnum og stjórnendum og leggja fram hugmyndir og tillögur til umræðu  á næsta fundi stjórnarinnar.Fundi slitið.