Stjórn Akureyrarstofu

52. fundur 15. apríl 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
52. fundur
15. apríl 2009   kl. 16:00 - 17:55
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Starfslaun listamanna 2009
2009010013
Ákvörðun um starfslaun listamanna sem tilkynnt verður um á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Samþykkt að bjóða Birni Þórarinssyni tónlistarmanni og Guðnýju Þ. Kristmannsdóttur listmálara, 6 mánaða starfslaun hvoru á tímabilinu júní 2009 til maí 2010.2.          Menningarsjóður - viðurkenning 2009
2009040049
Ákvörðun um viðurkenningu Menningarsjóðs til einstaklings fyrir framlag til menningar- og félagslífs í bænum, sem afhent verður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Samþykkt að veita Sigurðuri Heiðari Jónssyni viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til uppbyggingar Listagilsins og til menningarlífs á Akureyri.


3.          Húsverndarsjóður - viðurkenning 2009
2009040050
Ákvörðun um viðurkenningu Húsverndarsjóðs fyrir viðhald og endurbætur á eldra húsi í bænum, sem afhent verður á  Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Samþykkt að veita viðurkenningu fyrir endurbyggingu Friðbjarnarhúss, Aðalstræti 46.


4.          Byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar 2009
2009040051
Ákvörðun um veitingu byggingalistaverðlauna Akureyrarbæjar fyrir árið 2009, sem afhent verða á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Samþykkt að veita Arkitektastofunni ASK og versluninni Eymundsson byggingalistaverðlaun Akureyrarbæjar 2009 fyrir endurbætur á húsnæðinu við Hafnarstræti 91-93.Fundi slitið.