Stjórn Akureyrarstofu

51. fundur 01. apríl 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
51. fundur
1. apríl 2009   kl. 16:00 - 18:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Söngkeppni framhaldsskólanema
2009040005
Erindi dags. 27. mars 2009 frá formanni Sambands Íslenskra framhaldsskólanema þar sem óskað er eftir aðstoð Akureyrarbæjar til þess að gera söngkeppnina að veruleika.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja viðburðinn sem nemur leigu í Íþróttahöllinni og með aðstoð við að flytja blakmót sem fyrirhugað er í húsinu á sama tíma.


2.          Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2009
2009030056
Lögð fram til kynningar skýrsla formanns stjórnar Gásakaupstaðar ses. sem kynnt var á aðalfundi félagsins þann 30. apríl sl.

3.          UNIFEM á Íslandi - styrkbeiðni 2009
2009040006
Erindi ódags. frá framkvæmdastýru UNIFEM á Íslandi þar sem sótt er um styrk til verkefnisins
"Í þágu kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum - Vitundarvakning á landsbyggðinni".
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja viðburðinn með niðurfellingu á húsaleigu í Ketilhúsinu.


4.          Ferðamannabærinn Akureyri - auðkenni
2009040004
Rætt var um mögulegt auðkenni fyrir ferðamannabæinn Akureyri. Í stefnu Akureyrarstofu er kveðið á um að kannað skuli hvort tekið skuli upp sameiginlegt lógó fyrir ferðaþjónustuna í bænum. Framundan eru fundir með hagsmunaaðilum þar sem málið verður unnið áfram.


Fundi slitið.