Stjórn Akureyrarstofu

50. fundur 18. mars 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
50. fundur
18. mars 2009   kl. 16:00 - 17:25
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Samráðsfundir með stjórnendum menningarstofnana 2009
2009020007
Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri kom á fundinn og fór yfir starfsemi safnsins á síðasta ári, fór yfir viðamikla útgáfustarfsemi þess og rifjaði upp sýningarnar í máli og bókum. Í kjölfarið var rætt um starfsemina framundan, sýningaáætlun og stefnu safnsins til framtíðar. Ljóst er að útgáfustarfsemin er áberandi þáttur í starfseminni og gefur safninu talsverða sérstöðu og listamönnunum athygli langt umfram líftíma sýninganna.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna, greinargóðar upplýsingarnar og gagnlegar umræður.


2.          Galdskrá Amtsbókasafnsins á Akureyri - breyting
2009030074
Lögð fram tillaga frá amtsbókaverði um gjaldskrárbreytingu fyrir Amtsbókasafnið sem fólgin er í hækkun á gjaldi fyrir millisafnalán. Breytingunni er ætlað að færa gjaldið nær raunkostnaði.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna þannig að gjald fyrir millisafnalán innanlands verði 500 kr. í stað 300 kr. og gjald fyrir millisafnalán erlendis verði 1.000 kr. í stað 300 kr. áður.


3.          Verslunarmannahelgin - hátíðahöld 2009
2009030075
Stefnt er að því að hátíðin "Ein með öllu" verði haldin um Verslunarmannahelgina og hefur undirbúningshópur tekið upp þráðinn frá síðasta ári. Vonir standa til að undirbúningur undir Landsmót ungmennafélaganna í júlí nk. muni að einhverju leyti nýtast sem undirbúningur fyrir Verslunarmannahelgina. Umfang hátíðarinnar mun ráðast af því hvernig fjáröflun gengur, en ljóst er að Akureyrarbær mun leggja minna fé til hennar en á síðasta ári. Vel horfir með önnur hátíðahöld s.s. Listasumar og Akureyrarvöku.

4.          Starfslaun listamanna
2009030073
Lögð fram tillaga að endurskoðun á Samþykkt um starfslaun listamanna. Ekki er um efnislegar breytingar að ræða, en teknar út úreltar tilvísanir sem í samþykktinni eru og orðalagi breytt.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingarnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.Fundi slitið.