Stjórn Akureyrarstofu

49. fundur 04. mars 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
49. fundur
4. mars 2009   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Lára Stefánsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          VeggVerk - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020020
Erindi dags. 3. febrúar 2009 frá VeggVerki þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að geta haldið sýningar árið 2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til verkefnisins.


2.          Erlendur Guðmundsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020102
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Erlendi Guðmundssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna kostnaðar við uppsetningu mynda og fyrirhugaðrar sýningar á myndunum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnisins.


3.          Tinna Ingvarsdóttir - styrkbeiðni 2009
2009020101
Erindi dags. 12. febrúar 2009 frá Tinnu Ingvarsdóttur þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000 vegna kostnaðar við myndlistarsýningu í "Jónas Viðar Gallerí" 30. október nk.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


4.          Eiríkur Arnar Magnússon - styrkbeiðni 2009
2009020100
Erindi dags. 12. febrúar 2009 frá Eiríki Arnari Magnússyni þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000 vegna kostnaðar við myndlistarsýningu í "Jónas Viðar Gallerí" 14. febrúar nk.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


5.          List án landamæra - styrkbeiðni 2009
2009010203
Umsókn dags. 19. janúar 2009 frá Margréti M. Nordahl f.h. Listar án landamæra á Akureyri 2009 þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 1.071.000 til handa hátíðinni.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 120.000 til verkefnisins.6.          Stóllinn - Vinnustofa/Gallerí - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020132
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Ragnheiði Björk Þórsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 350.000 vegna sýningar á íslenskum textíl og nútíma textíllist á Vinnustofunni/Galleríinu "Stóllinn" í Kaupvangsstræti 21 á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


7.          Jónas Viðar Gallery - umsókn um styrk vegna vinnustofudvalar
2009020138
Erindi dags. 11. febrúar 2009 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem sótt er um styrk vegna vinnustofudvalar í Kaupmannahöfn. Óskað er eftir viðræðum við Akureyrarstofu vegna erindisins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir ferðastyrk að upphæð kr. 25.000 til fararinnar.


8.          Jónas Viðar Gallery - umsókn um styrk vegna reksturs
2009020137
Erindi dags. 11. febrúar 2009 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem sótt er um styrk vegna reksturs á Jónas Viðar Gallary fyrir árið 2009. Óskað er eftir viðræðum við Akureyrarstofu um framtíðaráform, rekstur, stækkun o.fl.
Verkefnisstjóra viðburða og menningarmála falið að ræða við bréfritara.


9.          Jónas Viðar Gallery - umsókn um aðstoð vegna reksturs á vinnustofu
2009020139
Erindi dags. 11. febrúar 2009 frá Jónasi Viðari Sveinssyni þar sem sótt er um aðstoð vegna reksturs á vinnustofu.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


10.          Ljósmyndasýning - Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020115
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 150.000 vegna ljósmyndasýningar í tilefni af 35 ára afmæli félagsins sem haldin verður dagana 27. maí - 17. júní 2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


11.          Sigurður K. Leósson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020029
Umsókn dags. 3. febrúar 2009 frá Sigurði K. Leóssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 50.000 vegna útgáfu á hljómdiski.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 25.000 til verkefnisins.


12.          Kvennakórinn Embla - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020080
Umsókn dags. 11. febrúar 2009 frá Roar Kvam f.h. Kvennakórsins Emblu þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna árlegra tónleika kórsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000 vegna tónleikanna.


13.          Inga Dagný Eydal - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020086
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Ingu Dagnýju Eydal þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna útgáfu geisladisks og tónleika á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.14.          Orri Harðarson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020091
Umsókn dags. 11. febrúar 2009 frá Orra Harðarsyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 280.000 vegna endurútgáfu á sólóplötunni "Drög að heimkomu" sem gefin var út fyrir rúmum 15 árum síðan.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


15.          Giljaskóli - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020092
Umsókn dags. 11. febrúar 2009 frá Ástu Magnúsdóttur f.h. Giljaskóla þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 120.000 vegna Marimbahátíðar í Glerárkirkju dagana 14.- 16. apríl 2009.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


16.          Hymnodia-Kammerkór Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020096
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Eyþóri Inga Jónssyni f.h. Hymnodia-Kammerkór þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 1.000.000 til smíði strengjaorgels.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


17.          Hymnodia-Kammerkór Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020096
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Eyþóri Inga Jónssyni f.h. Hymnodia-Kammerkór þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 til fjölbreyttra verkefna á árinu 2008.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að gerður verði samstarfssamningur við kórinn til þriggja ára.


18.          Ásdís Arnardóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020107
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Ásdísi Arnardóttur þar sem sótt er um styrk úr Mennningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna fyrirhugaðra tónleika í Davíðshúsi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að verkefnið verði styrkt, en það verði hluti að sameiningu skáldahúsana á Akureyri og verði hluti af viðburðahaldi húsanna.


19.          Hjörleifur Örn Jónsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020110
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Hjörleifi Erni Jónssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 til að halda lokatónleika á tónleikaferð hans í Ketilhúsinu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja tónleikana með greiðslu húsaleigu í Ketilhúsinu.


20.          Liebertangó-Tangóband - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020111
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 250.000 vegna kynninga á Tangó-tónlist sem og annarri heimstónlist í menntastofnunum Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


21.          Tónræktin ehf. - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020123
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Birni Þórarinssyni f.h. Tónræktarinnar ehf. þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna fyrirhugaðrar vinnu við uppsetningu á sýningu þar sem flutt verður tónlist úr "Hárinu" með þátttöku hljómsveitar og dansflokks.
Verkefnisstjóra viðburða og menningarmála falið að ræða við bréfritara um möguleika á að nýta viðburðinn í tengslum við hátíðahöld í bænum í sumar.22.          Atli Viðar Engilbertsson - umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2009
2009020124
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Atla Viðari Engilbertssyni þar sem sótt er um styrki úr Menningarsjóði til ýmissa verkefna.
Sótt er um styrk:
a) til verksins "Landakort lukkunar í lopaklæðum"
b) vegna hljóðvinnslu á fyrsta titillagi Akureyrarvöku
c) vegna fyrirhugaðrar útgáfu á sjálfshjálparrokkplötu
d) vegna hljóðvinnslu á rokklagi til útgáfu í litlu upplagi
e) vegna vinnu við útgáfu á ljóðabók.
Verkefnisstjóra viðburða og menningarmála falið að ræða við bréfritara um möguleika á stuðningi við eitt af þeim verkefnum sem sótt er um styrk til.


23.          Heimir Bjarni Ingimarsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020125
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Heimi Birni Ingimarssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 800.000 vegna tónleikahalds 2009. Stórsveitin Orkustöðin áætlar tónleika í apríl 2009, yfir sumartímann og þegar nær dregur jólum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnsins og jafnframt að kannað verið hvort tónleikarnir geti nýst inn í hátíðahöld í bænum í sumar.


24.          Eydís Sigríður Úlfarsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020129
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Eydísi Sigríði Úlfarsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 til að halda miðnæturtónleika sumarið 2009 í Minjasafnskirkjunni á Akureyri og Lögmannshlíðarkirkju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnsins.


25.          Para-Dís - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020144
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Kristjáni Karli Bragasyni f.h. Para-Dísar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 92.080 vegna kostnaðar við tónleika í Ketilhúsinu á Listasumri á Akureyri 2009.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


26.          Bílaklúbbur Akureyrar  - formbíladeild- umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020115
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 75.000 fyrir fornbíladeild Bílaklúbbsins vegna sumarrúnta deildarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


27.          Gilfélagið - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020113
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Maríu Jónsdóttur f.h. Gilfélagsins þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 80.000 til að standa straum af kostnaði vegna fyrirhugaðs barnastarfs í tengslum við árlega Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi og fyrir smiðju tengda Akureyrarvöku.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnsins.
28.          Kvikmyndaklúbbur Akureyrar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020122
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur f.h. Kvikmyndaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna ýmissa verkefna. Markmið kvikmyndaklúbbsins er meðal annars að auðga menningarlíf bæjarfélagsins með kvikmyndasýningum á fjölbreyttu efni.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnsins.


29.          Prima - dansfélag MA - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020016
Erindi dags. 28. janúar 2009 frá Prima - dansfélagi MA  þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000 til að halda fyrstu danskeppnina utan höfuðborgarsvæðið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnsins.


30.          AkureyrarAkademían - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020127
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni f.h. AkureyrarAkademíunnar "Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi" þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna vorþings sem fyrirhugað er að halda laugardaginn 2. maí 2009. Að þessu sinni verður áhersla lögð á málfræði og málfræðikennslu á framhaldsskólastigi og háskólastigi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnsins.


31.          Garðyrkjufélag Akureyrar-Eyjafjarðardeild - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020140
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Kristínu Þóru Kjartansdóttur f.h. stjórnar Garðyrkjufélags Akureyrar-Eyjafjarðardeild þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 til þess að standa undir kostnaði við starfsemi félagsins á árinu 2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til að mæta kostnaði við ævintýragöngu og plöntuskiptadag.


32.          Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020143
Umsókn dags. 16. febrúar 2009 frá Pálínu Dagnýju Guðnadóttur f.h. Leikfélags Menntaskólans á Akureyri þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 60.000 vegna uppsetningar á leikverkinu Kabarett.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnsins.


33.          Undirbúningsnefnd borgarafundar - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020097
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Sóleyju Björk Stefánsdóttur f.h. undirbúningsnefndar borgarafunda þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 370.000 vegna kostnaðar af fundarhöldum. Fundirnir hafa verið haldnir reglulega frá því í október 2008. Ákveðið hefur verið að standa að áframhaldandi fundarstarfi hér eftir tvisvar í mánuði fram í maí og svo aftur frá september fram að áramótum.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki veitt frekari stuðning við fundina en þann sem fólgin er í niðurfellingu á húsaleigu í Deiglunni og Ketilhúsinu.


34.          TangoNOR  - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020114
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 50.000 vegna komu tveggja kennara á Tangóhátíð dagana 20.- 22. febrúar 2009.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnsins.


35.          Sögufélag Eyfirðinga - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020082
Umsókn dags. 3. febrúar 2009 frá Jóni Hjaltasyni f.h. Sögufélags Eyfirðinga þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 500.000 vegna útgáfu "Eyfirðingar, ábúenda - og jarðartal Stefáns Aðalsteinssonar".
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


36.          Völuspá, útgáfa ehf. - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020083
Umsókn dags. 3. febrúar 2009 frá Jóni Hjaltasyni f.h. Völuspár, útgáfu ehf. þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna útgáfu Sögu Gagnfræðiskóla Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000 til verkefnsins.


37.          Margrét Þóra Þórsdóttir - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020099
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Margréti Þóru Þórsdóttur þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna fyrirhugaðrar útgáfu bókar um flugslys sem varð í Héðinsfirði 29. maí 1947. Umsækjandi vinnur að öflun heimilda vegna flugslyssins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnsins.


38.          Nedeljka Marijan - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020018
Erindi dags. 2. febrúar 2009 frá Nedeljku Marijan þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 250.000 til að gefa út ljóðabók á íslensku.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


39.          Kristján Kristjánsson - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020117
Umsókn dags 12. febrúar 2009 frá Kristjáni Kristjánssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 650.000 til að gera handrit að heimildarmynd um Jón Sveinsson.
Verkefnisstjóra viðburða og menningarmála falið að ræða við bréfritara um möguleika á öðrum styrkjum til verkefnisins áður en endaleg ákvörðun verður tekin um afgreiðslu.


40.          Bókaúgáfan Tindur - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020141
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Helga Jónssyni f.h. Bókaútgáfunnar Tinds þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 300.000 vegna útgáfu á bók um sögu Andrésar andar leikanna á Akureyri frá upphafi til 2010.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.


41.          Lókall,áhugamannafélag - umsókn um styrk úr Menningarsjóði
2009020068
Umsókn dags. 10. febrúar 2009 frá Heiðari Brynjarssyni f.h. Lókalls,áhugamannafélags þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 600.000.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en óskar eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki það til umfjöllunar.


42.          Bílaklúbbur Akureyrar - strætisvagn - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020115
Umsókn dags. 12. febrúar 2009 frá Björgvini Ólafssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 vegna standsetningar og viðhalds á elsta strætisvagni bæjarins.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


43.          Iðnaðarsafnið á Akureyri - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020126
Umsókn dags. 15. febrúar 2009 frá Þorsteini E. Arnórssyni f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri og Hollvina Iðnaðarsafnins, þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 100.000 til að mæla og teikna gömlu stífluna í Gleránni sem veitti vatni til verksmiðja SÍS á Gleráreyrum og til að gera kostnaðaráætlun fyrir lagfæringar á stíflunni og umhverfi hennar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til verkefnisins.


44.          Bátasmiðja - umsókn um styrk úr Menningarsjóði 2009
2009020142
Umsókn dags. 13. febrúar 2009 frá Haraldi Inga Haraldssyni þar sem sótt er um styrk úr Menningarsjóði að upphæð kr. 200.000 vegna þróunar námskeiðs í bátasmíðum sem uppfylla mun allar faglegar kröfur til námskeiða á íslenskum námskeiðsmarkaði og verði viðurkennt styrkhæft hjá félögum og menntastofnunum.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


45.          Verslunarvefur fyrir Akureyri - www.shopakureyri.is
2009030005
Tölvupóstur dags. 25. febrúar 2009 frá framkvæmdastjóra Stefnu ehf. þar sem lögð er fram beiðni um þátttöku Akureyrarstofu í hönnunarkostnaði við kynningarvef fyrir verslanir á Akureyri "www.shopakureyri.is", en verkefnið er samstarfsverkefni verslunarmanna, Akureyrarstofu og Stefnu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að taka þátt hönnunarkostnaði síðunnar með styrk að upphæð kr. 100.000.Fundi slitið.