Stjórn Akureyrarstofu

48. fundur 18. febrúar 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
48. fundur
18. febrúar 2009   kl. 16:00 - 18:12
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Samráðsfundir með stjórnendum menningarstofnana 2009
2009020007
Fulltrúar hljómsveitarinnar þau Guðmundur Óli Gunnarsson, Gunnar Frímannsson og Magna Guðmundsdóttir komu á fundinn og gerðu grein fyrir starfsemi hljómsveitarinnar á síðasta ári og fóru yfir framtíðaráform. Starf hljómsveitarinnar var blómlegt á síðasta ári og haldnir voru 8 tónleikar auk skólatónleika. Lék hljómsveitin m.a. í Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. Á þessu ári munu tekjur hljómsveitarinnar dragast nokkuð saman auk þess sem sú þjónusta sem hljómsveitin þarf að kaupa hefur hækkað talsvert í verði. Búast má við að það bitni nokkuð á starfi sveitarinnar í haust en ekki verður þó slegið af í metnaði eða fjölda tónleika.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum hljómsveitarinnar fyrir gagnlegar upplýsingar og umræður og lýsir yfir ánægju með starfsemina.


2.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Farið var yfir grunnatriði í hugmyndafræði í rekstri hússins og verkaskiptingu milli notenda hússins, Menningarfélagsins Hofs og Akureyrarbæjar.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir sig samþykka þeim meginatriðum sem kynnt voru á fundinum.


3.          Átaksverkefni í atvinnumálum
2009010238
Eftir afgreiðslu á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu var samþykkt að senda drög að verklagsreglum til bæjarráðs til umsagnar. Bæjarráð hefur fjallað um drögin og lýst sig samþykkt þeim. Lagt fram til kynningar og frekari umræðu.
Stjórnin samþykkir að málið verði unnið áfram á þeim grunni sem ákveðinn var á síðasta fundi stjórnarinnar.


4.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun 2008
2007120023
Farið var yfir stöðu starfsáætlunar stjórnar Akureyrarstofu og breytingar á henni fyrir árið 2009.


Fundi slitið.