Stjórn Akureyrarstofu

47. fundur 04. febrúar 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
47. fundur
4. febrúar 2009   kl. 16:00 - 18:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Samráðsfundir með amtsbókaverði og forstöðumanni Héraðsskjalasafnsins
2009020007
Stjórn Akureyrarstofu hefur reglulegt samráð við stjórnendur menningarstofnana og að þessu sinni komu á fundinn Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður. Farið var yfir starfsemi safnanna á síðasta ári og það sem helst er á döfinni.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar greinargóðar upplýsingar og gagnlegar samræður.
Stjórnin lýsir yfir ánægju með starfsemi safnanna.  Þá fagnar stjórnin sérstaklega starfi notendaráðs Amtsbókasafnsins.
       
Helena Þ. Karlsdóttir kom til fundarins á meðan á umræðum um 1. lið stóð.

2.          Héraðsskjalasafnið á Akureyri - samþykkt
2009020030
Héraðsnefnd Eyjafjarðar er ekki lengur rekstraraðili Héraðsskjalasafnsins fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem að safninu standa, auk þess sem Fjallabyggð hefur tilkynnt að hún ætli ekki lengur að nota þjónustu safnsins. Af þessum sökum þarf að endurskoða samþykktina og samþykkja nýja í öllum sveitarfélögunum. Aðilar að safninu eru auk Akureyrarbæjar: Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit, Grímseyjarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð og Svalbarðsstrandarhreppur.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og óskar eftir því að þau verði send hinum sveitarfélögunum til umsagnar áður en til endanlegrar samþykktar kemur.


3.          Menningarhúsið Hof
2008020172
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnisstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Verklok eru nú áætluð vorið 2010.  Stefnt er að því að Menningarfélagið Hof taki við undirbúningsrekstri Hofs í apríl á þessu ári, en mikil vinna er framundan við markaðssetningu hússins. Mikill áhugi er á húsinu og þegar er byrjað að bóka í húsið allt fram til ársins 2011.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar greinargóðar upplýsingar og umræður. Stjórnin gerir ekki athugasemdir við að Menningarfélagið Hof taki við undirbúningsrekstri hússins.


4.          Átaksverkefni í atvinnumálum
2009010238
Í fjárhagsáætlun er 25 mkr. heimild sem ætluð er til átaksverkefna vegna atvinnuleysis.  Þá er lögð greiðsla eða styrkur við atvinnuleysisbætur þannig að úr verði laun fyrir þann sem ráðinn er til starfa.  Rætt um hvernig þátttöku bæjarins í átaksverkefnum skuli háttað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að átaksverkefnið verði kynnt stofnunum bæjarins og félagasamtökum í bænum og kallað eftir hugmyndum.  Áfram verði unnið að verklagsreglum um styrkina og drög að þeim verði send bæjarráði til umsagnar.


Þegar hér var komið vék Lára Stefánsdóttir af fundi.


5.          Markaðsverkefnið "Komdu norður !"
2008090099
Kynning á stöðu verkefnisins og áformum á árinu 2009. Á síðasta ári var átakið í fyrsta sinn keyrt að hausti og þótti gefast vel. Sérstök áhersla verður lögð á Akureyri sem valkost í vetrarfríum landsmanna nú í febrúar og átakið svo keyrt áfram fram til páska. Yfir 40 aðilar taka þátt í verkefninu með fjárframlögum og mælingar sýna markverðan árangur af því.


6.          Stjórn Akureyrarstofu - fundaáætlun 2009
2008010134
Lögð fram fundaáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2009.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.