Stjórn Akureyrarstofu

46. fundur 14. janúar 2009
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
46. fundur
14. janúar 2009   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Samstarfssamningur menntamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar
2006110023
Í fjárlögum fyrir árið 2009 er ekki gert ráð fyrir hækkun á framlagi menntamálaráðuneytisins til menningarmála á Akureyri, í samræmi við samning bæjarins og ráðuneytisins frá 3. janúar 2007. Framlagið verður óbreytt frá árinu 2008, 120 mkr. í stað 130 mkr. eins og samningurinn segir til um. Ljóst er að þessi niðurstaða hefur samsvarandi áhrif á fjárhagsáætlunargerð Akureyrarbæjar.


2.          Fjárhagsáætlun 2009 - Stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun á milli umræðna í bæjarstjórn.  Lækka á kostnað vegna yfirvinnu og bregðast þarf við því að framlag menntamálaráðuneytisins er 10 mkr. lægra en samningur gerir ráð fyrir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.


3.          Fjölgun opinberra starfa á Akureyri - vinnuhópur
2008040014
Lögð fram skýrsla um fjölgun opinberra starfa á Akureyri sem lögð var fram í bæjarráði 18. desember sl. en ráðið óskaði eftir því að stjórn Akureyrarstofu tæki skýrsluna til umfjöllunar.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar skýrslunni og telur að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri ástæða til að standa vörð um þau opinberu störf sem þegar eru á svæðinu og ganga fastar eftir því að ný opinber störf séu sett niður víðar en á höfuðborgarsvæðinu.  Stjórnin tekur jákvætt í að verkefnið verði vistað hjá Akureyrarstofu.


4.          Joris Johannes Rademaker - styrkbeiðni 2008
2008080036
Erindi dags. 13. ágúst 2008 frá Joris Rademaker þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 140.000 vegna einkasýningar í Grafíksafninu í Reykjavík dagana 2.- 17. ágúst 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir ferðastyrk að upphæð kr. 25.000 til verkefnisins.


5.          Point dansstúdío ehf. - stykbeiðni
2008100118
Erindi dags. 29. október 2008 frá Point dansstúdío ehf. þar sem sótt er um niðurfellingu á húsaleigu í Ketilhúsinu dagana 8.- 11. desember 2008. vegna jólasýningar skólans.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið sem nemur húsaleigu fyrir sýningarnar.


6.          Menningarstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
2009010154
Menningarstefna Akureyrarbæjar rann út á árinu 2008 og þarfnast nú endurskoðunnar.
Starfsmönnum falið að undirbúa endurskoðunina.


7.          Íbúafundurinn - Gleðilegt ár!
2009010155
Þann 22. janúar nk. verður haldinn íbúafundur í Brekkuskóla undir yfirskriftinni "Gleðilegt ár!".
Akureyrarstofa hefur komið að undirbúningi og var greint frá honum á fundinum.
Lagt fram til kynningar.


8.          Fréttaflutningur Stöðvar 2 frá Akureyri
2009010156
Fyrir liggur að fréttir verði ekki lengur unnar fyrir Stöð 2 á Akureyri, fréttamanni hefur verið sagt upp störfum og því útlit fyrir að þjónustan muni leggjast af.
Stjórn Akureyrarstofu hvetur forsvarsmenn Stöðvar 2 eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína. Fréttaflutningur fréttastofu Stöðvar 2 frá Akureyri og nágrenni hefur verið mjög öflugur og fjölbreyttur og sýnileiki Akureyrar verið mikill. Það væri því mjög miður ef þessi þjónusta verður ekki lengur til staðar.


9.          Olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu
2009010168
Rætt um kortlagningu á kostum Akureyrar sem þjónustumiðstöðvar vegna þeirrar vinnu sem framundan er við olíuleit á Drekasvæðinu á næstu árum. Ljóst er að fjölmargir aðilar í bænum geta haft hagsmuni af verkefnum og þjónustu sem leitinni tengjast og mikilvægt að ná saman yfirliti yfir þá möguleika sem munu skapast.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að leita eftir samstarfi við AFE og mögulega hagsmunaaðila sem að verkefninu gætu komið, um samstarf sem hefði það að markmiði að kortleggja möguleikana sem í verkefninu felast.Fundi slitið.