Stjórn Akureyrarstofu

45. fundur 03. desember 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
45. fundur
3. desember 2008   kl. 16:00 - 17:05
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - Stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Lagðar fram tillögur að lækkun útgjalda í áður samþykktum drögum að fjárhagsáætlun 2009 í málaflokkum stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti.


2.          Myndlistarfélagið - Galleríbox - styrkbeiðni
2008120006
Erindi dags. 24. nóvember 2008 frá stjórn Myndlistarfélagsins þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000 vegna reksturs sýningarsalarins Gallerísbox. Meðfylgjandi er rekstraráætlun.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gerður verði samningur við félagið um styrk sem nemur húsaleigu fyrir húsnæðið á ársgrundvelli.


3.          Leikminjasafn Íslands - sýningarhald í Laxdalshúsi
2008030048
Erindi dags. 25. nóvember 2008 frá forstöðumanni Leikminjasafns Íslands þar sem óskað er eftir skýrum vilja Akureyarbæjar um að halda samstarfinu áfram á þeim grundvelli sem hefur verið markaður og að tryggt verði að Leikminjasafnið hafi full yfirráð og afnot af húsinu til hausts 2009 með sömu kjörum og verið hefur.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gengið verði frá samkomulagi við Leikminjasafnið um afnot af Laxdalshúsi út septembermánuð 2009.


4.          Félag vélsleðamanna í Eyjafirði - styrkbeiðni vegna vetrarsportssýningar 2008
2008110076
Erindi ódags. frá Birki Sigurðssyni f.h. Félags vélsleðamanna í Eyjafirði þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 190.000 vegna vetrarsportssýningar sem haldin var í KA-heimilinu dagana 29.- 30. nóvember sl.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu en lýsir yfir vilja til að taka þátt í þróun og markaðssetningu sýningarinnar í framtíðinni.

5.          Hvítasunnukirkjan Akureyri - styrkbeiðni 2008
2008080092
Umsókn dags. 26. ágúst 2008 frá Önnu Sigríði Snorradóttur f.h. æskulýðsstarfs Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri þar sem sótt er um styrk vegna tónleika erlends tón- og leiklistarhóps.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


6.          Ríkisútvarpið - framtíð útsendinga hjá Svæðisútvarpi Norðurlands
2008120007
Rætt um fyrirhugaðan niðurskurð á þjónustu Ríkisútvarpsins á Norðurlandi.
Stjórn Akureyrarstofu mótmælir harðlega þeim áformum Ríkisútvarpins að hætta útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri. Svæðisútvarp landshlutanna er og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í miðlun frétta, menningarviðburða og almennra samskipta fyrir landsbyggðina um árabil. Svæðisútsendingarnar eru til fyrirmyndar í starfsemi Ríkisútvarpsins og skapa því mikla sérstöðu. Stjórnin skorar á stjórnendur útvarpsins að draga áformin til baka og leita annarra leiða til lækkunar á kostnaði stofnunarinnar.Fundi slitið.