Stjórn Akureyrarstofu

44. fundur 12. nóvember 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
44. fundur
12. nóvember 2008   kl. 16:00 - 18:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Sögufrægar og friðaðar byggingar í eigu Akureyrarbæjar - nýting og rekstur
2008110033
Rætt um stefnumótun fyrir eldri byggingar í eigu bæjarins og farið yfir stöðu á verkefnum vinnuhóps um málið. Haraldur Þ. Egilsson forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri og Hanna Rósa Sveinsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið.
Ákveðið að starfshópur sem skipaður var um stefnumótun í málaflokknum taki til starfa á ný og ljúki drögum að stefnu fyrir janúarlok 2009, en ljóst er að hraði aðgerða og verkefna mun að miklu leyti ráðast af þeim fjármunum sem úr verður að spila.


2.          Fundurinn "Tölum saman" - niðurstöður
2008100107
Farið yfir niðurstöður fundarins "Tölum saman" sem haldinn var með fulltrúum úr athafnalífi á Akureyri á Hótel Kea þann 7. nóvember sl. og rætt um næstu skref í viðbrögðum við efnahagsþrengingum og þróunarvinnu sem framundan er.
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri AFE og Sigurður Steingrímsson frá IMPRU - nýsköpunarmiðstöð mættu á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Magnúsi og Sigurði fyrir afar gagnlegar og upplýsandi umræður og jákvæðar ábendingar um tækifæri sem framundan eru.
Framkvæmdastjóra falið að taka áfram þátt í hugmyndavinnu í samstarfi við þá fjölmörgu aðila sem að koma.
Jafnframt ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri fundi með framkvæmdastjóra Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi vegna tækifæra sem felast í ferðaþjónustu á svæðinu.Fundi slitið.