Stjórn Akureyrarstofu

43. fundur 29. október 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
43. fundur
29. október 2008   kl. 16:00 - 17:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Búsetu- og atvinnugreining landshluta
2008100106
Lögð fram til kynningar greining frá Lánstrausti hf. "Ísland búsetu- og atvinnugreining"  þar sem greindar eru ýmsar upplýsingar um landssvæði og sveitarfélög á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.


2.          Aðventuævintýri 2008
2008090011
Kynning á undirbúningi Aðventuævintýris 2008 á Akureyri.


3.          Freydís Heba Konráðsdóttir - umsókn um styrk vegna opnunarsýningar
2008100102
Erindi dags. 27. október 2008 frá Freydísi Hebu Konráðsdóttur þar sem sótt er um styrk vegna opnunarsýningar "heba Clothing" í Ketilhúsinu þann 20. nóvember 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið sem nemur húsaleigu í Ketilhúsinu auk styrks að upphæð kr. 60.000.


4.          Íslensku brjóstagjafasamtökin - styrkbeiðni 2008
2008100086
Umsókn dags. 19. október 2008 frá Íslensku brjóstagjafasamtökunum þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 21.400 frá Menningarsjóði vegna ljósmyndasýningar á Amtsbókasafninu sem sett var upp í tilefni af alþjóðlegu brjóstagjafavikunni 6.- 12. október sl.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.


Þegar hér var komið mætti Agnes Arnardóttir til fundar.


5.          Nýir möguleikar - vinnuhópur á vegum Akureyrarstofu og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
2008100107
Formaður stjórnar Akureyrarstofu og formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélagsins hafa ásamt framkvæmdastjórum unnið að hugmyndum um viðbrögð AFE og AKS við efnahagsþrengingunum í þjóðfélaginu. Farið var yfir hugmyndirnar og rætt um næstu skref. Stefnt er að því að funda með aðilum úr atvinnulífinu um stöðuna og hvernig hún horfir við á svæðinu.  Jafnframt er ætlunin að setja af stað vinnu sem felur í sér að greina ný og vannýtt tækifæri og mögulega sérstöðu svæðisins sem gæti fært athafnalífinu aukna möguleika. Sjónarhorn hópsins væri þannig annað en sjónarhorn almannaheillanefndarinnar sem þegar hefur unnið gott starf í að kortleggja leiðir og úrræði sem eru í boði fyrir einstaklinga ef á reynir.
Formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram undirbúningi málsins í samvinnu við Atvinnuþróunarfélagið.Fundi slitið.