Stjórn Akureyrarstofu

42. fundur 15. október 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
42. fundur
15. október 2008   kl. 16:00 - 18:05
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Rannsóknamiðstöð ferðamála - skýrsla
2007060037
Ferðavenjur Íslendinga um Norðurland að vetri - kynning á rannsókn. Eyrún J. Bjarnadóttir frá Rannsóknamiðstöð ferðamála kom á fundinn.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar góða kynningu á rannsókninni og fagnar þeim jákvæðu vísbendingum sem hún gefur um aukinn straum ferðamanna til svæðisins að vetri til.


2.          Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 - Akureyrarstofa
2008100053
Lagðar fram tillögur að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þær tillögur að endurskoðun sem lagðar voru fram á fundinum.


3.          Minjasafnið á Akureyri - þjónustusamningur
2008100057
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Minjasafnið á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti.


4.          Álfa- og huldufólksbyggð á Akureyri
2006080044
Styrkbeiðni frá Katrínu Jónsdóttur vegna útgáfu á korti um Huliðsheima Akureyrar - áður frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 350.000 til verkefnisins.


5.          Heimir Bjarni Ingimarsson - styrkbeiðni vegna jólatónleika
2008100030
Erindi dags. 6. september 2008 frá Heimi Bjarna Ingimarssyni þar sem sótt er um styrk fyrir þrennum tónleikum sem haldnir verða 11., 12. og 13. desember nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000  til tónleikanna á Akureyri auk aðstoðar við kynningu í gegnum verkefnið Aðventuævintýri á Akureyri.


6.          Trausti Þór Karlsson - umsókn um styrk 2008
2008100054
Umsókn dags. 8. október 2008 frá Trausta Þór Karlssyni þar sem sótt er um styrk til stuttmyndagerðar á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000 til verkefnisins.Fundi slitið.