Stjórn Akureyrarstofu

41. fundur 02. október 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
41. fundur
2. október 2008   kl. 16:00 - 18:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - Stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 - seinni umræða.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða áætlun fyrir árið 2009. Niðurstaða hennar rúmast ekki innan ramma fyrir þá málaflokka sem stjórnin hefur með höndum og skýrist það fyrst og fremst af húsaleiguhækkunum umfram það sem gert var ráð fyrir í ákvörðun rammans og samningsbundnum vísitöluhækkunum. Áætlaður kostnaður umfram það sem ramminn gerir ráð fyrir nemur um 7,7 mkr.
Framkvæmdastjóra falið að ljúka gerð áætlunarinnar með skýringum á þeim liðum sem skekkjunni valda.


2.          Stjórn Akureyrarstofu - starfsáætlun 2008
2007120023
Starfsáætlunin kynnt.
Farið var yfir atvinnumálakafla starfsáætlunar og lagðar línur um verkefni næsta árs. Kannaðar verða hugmyndir um sérstakan stuðning við smáreka í atvinnulífinu.
Áfram verður haldið með yfirferð áætlunarinnar á næsta fundi nefndarinnar.


3.          Þórarinn Stefánsson - tónlistarmál
2008100002
Lagt fram til umræðu erindi Þórarins Stefánssonar tónlistarmanns varðandi tónlistarmál á Akureyri.
Stjórnin þakkar fyrir þær ábendingar sem fram koma í greinarskrifunum og umræður í framhaldi af þeim og er reiðubúin að efna til skapandi umræðu um tónlistarlíf á Akureyri.
Í samningi um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál eru samningsaðilar sammála um að eitt af meginverkefnum hans sé að efla starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN). Stjórn Akureyrarstofu telur að með flutningi SN og Tónlistarskólans á Akureyri í menningarhúsið HOF á næsta ári opnist margvísleg ný og aukin tækifæri fyrir tónlistarfólk á Akureyri og Norðurlandi öllu. Stjórnin vill enn fremur að fram komi að hún ber fullt traust til stjórnar, framkvæmdastjóra og hljómsveitarstjóra SN.

4.          200.000 Naglbítar - styrkbeiðni vegna tónleika
2008100003
Erindi dags. 24. september 2008 frá Vilhelm A. Jónssyni þar sem sótt er um styrk í formi niðurfellingar á húsaleigu vegna tónleika 200.000 Naglbíta og Lúðrasveitar verkalýðsins sem haldnir verða í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 15. nóvember nk. Einnig er sótt um kynningarstyrk að upphæð kr. 150.000.
Stjórnin samþykkir að styðja verkefnið með styrk á móti húsaleigu vegna viðburðarins.


5.          Hjörtun í umferðarljósunum
2008030116
Fyrir hátíðina Ein með öllu um Verslunarmannahelgina, voru sett hjörtu í rauðu ljósin í öllum umferðarljósum á Akureyri, sem kunnugt er. Upp hefur komið sú hugmynd að hjörtun fái að vera áfram í ljósunum en verði ekki tekin niður eins og áður hafði verið áformað.
Stjórn Akureyrarstofu mælir með því að hjörtun verði óhreyfð í umferðaljósunum í ljósi þess hvað þau setja skemmtilegan blæ á ferðamannabæinn Akureyri.


6.          Dömulegir dekurdagar - 2008
2008090118
Erindi ódags. frá Vilborgu Jóhannsdóttur f.h. aðstandenda Dömulegra dekurdaga þar sem óskað er eftir framlagi frá Akureyrarstofu að upphæð kr. 250.000 til verkefnisins "Dömulegir dekurdagar" sem haldnir verða á Akureyri dagana 10. - 12. október 2008.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með verkefnið og samþykkir styrk að upphæð kr. 85.000  til þess og býður fram aðstoð starfsfólks Akureyrarstofu við undirbúning framkvæmdarinnar.


7.          Hús skáldanna á Akureyri - umsókn til fjárlaganefndar
2008100004
Farið yfir umsóknina og helstu framtíðaráherslur skáldahúsanna ræddar.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.