Stjórn Akureyrarstofu

40. fundur 18. september 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
40. fundur
18. september 2008   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Ragnar Hólm Ragnarsson
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2009 - Stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun 2009 fyrir stjórn Akureyrarstofu, fyrri umræða.

2.          Huglist - húsnæðisþörf
2008060023
Styrkumsókn frá félaginu Huglist vegna húsnæðis fyrir starfsemi félagsins.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.


3.          Álfa- og huldufólksbyggð á Akureyri
2006080044
Erindi dags. 9. september 2008 frá Katrínu Jónsdóttur þar sem hún kynnir nýjan flöt á útgáfu á korti af huliðsheimum á Akureyri og nágrenni, en verkefnið hefur verið í undirbúningi síðustu misseri.
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í að farin verði sú leið sem nefnd er í erindinu, en felur framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga um kostnaðarskiptingu.


4.          Ráðstefnubærinn Akureyri
2008090084
Greint frá átaki í markaðssetningu á Akureyri sem ráðstefnubæ, sem er í undirbúningi í samstarfi nokkurra hagsmunaaðila í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með áformin og samþykkir þátttöku Akureyrarstofu í átakinu.Fundi slitið.