Stjórn Akureyrarstofu

39. fundur 28. ágúst 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
39. fundur
28. ágúst 2008   kl. 16:00 - 17:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Undirbúningur rekstrar, staða og framvinda verkefnisins. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.
Ákveðið er að vígsludagur hússins verði á afmæli Akureyrar 29. ágúst 2009.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu greinargóða kynningu.


2.          Rekstraryfirlit 2008 - stjórn Akureyrarstofu
2008080090
Rekstraryfirlit málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2008.
Farið var yfir stöðu þeirra málaflokka sem tilheyra stjórn Akureyrarstofu.

3.          Fjárhagsáætlun 2009 - stjórn Akureyrarstofu
2008080091
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 og rætt um undirbúning vinnunnar sem framundan er.


Fundi slitið.