Stjórn Akureyrarstofu

38. fundur 14. ágúst 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
38. fundur
14. ágúst 2008   kl. 16:00 - 17:20
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Akureyrarvaka 2008
2008050095
Guðrún Þórsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir undirbúningi hátíðarinnar og helstu dagskráratriðum.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með undirbúning Akureyrarvöku og hvetur bæjarbúa og fyrirtæki í bænum til að taka virkan þátt í hátíðinni.


2.          Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2008
2008030116
Margrét Blöndal mætti á fundinn og fór yfir framkvæmdina.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir mikilli ánægju með framkvæmd hátíðarinnar Einnar með öllu um verslunarmannahelgina. Stjórnin óskar starfsfólki Akureyrarstofu, starfsfólki Framkvæmdamiðstöðvar, Vinum Akureyrar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar og öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg til hamingju með vel heppnaða hátíð. Ljóst er að undir forystu Akureyrarstofu og Margrétar Blöndal framkvæmdastjóra í góðri samvinnu við Vini Akureyrar tókst að breyta eðli og ímynd hátíðarinnar verulega og stigið var afar jákvætt skref til framtíðar.


3.          N4 - styrkbeiðni til gerðar sjónvarpsefnis tengdu Akureyri
2008080015
Erindi dags. 24. júlí 2008 frá Þorvaldi Jónssyni,framkvæmdastjóra N4, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.500.000 til gerðar sjónvarpsefnis tengdu Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu frestar afgreiðslu erindisins og felur framkvæmdastjóra að afla nánari upplýsinga um málið.Fundi slitið.