Stjórn Akureyrarstofu

37. fundur 12. júní 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
37. fundur
12. júní 2008   kl. 16:00 - 17:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Unnar Jónsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Hulda Sif Hermannsdóttir
Anna Jóna Garðarsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Útilistaverk á Akureyri - ábyrgð, eftirlit og viðhald
2008060045
Rætt um eftirlit og umsjón með útilistaverkum í eigu Akureyrarbæjar. 
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við framkvæmdaráð að framkvæmdadeild taki að sér eftirlit og umsjón með útilistaverkum í eigu Akureyrarbæjar. Hlutverk Akureyrarstofu verði að annast kynningu á núverandi verkum og umsjón með gerð nýrra þegar svo ber undir.


2.          Samstarfsverkefni Akureyrarstofu í ferðamálum
2008050021
Rætt var almennt um stöðu á ýmsum verkefnum sem Akureyrarstofa hefur unnið að í samstarfi við fjölmarga aðila. Meðal þess sem bar á góma var: ferðaþjónusta í Hrísey, lifandi leiðsögn um Akureyri, gestarúta fyrir ferðamenn, merkingar í Innbænum og víðar, reiðhjólaleiga og Akureyrarvaka.


3.          Ketilhúsið - styrkbeiðni vegna húsaleigu
2008060020
Erindi dags. 2. júní 2008 frá Sveini Dúa Hjörleifssyni og Jóni Svavari Jósefssyni þar sem óskað er eftir styrk fyrir hluta eða allri húsaleigu Ketilhússins þann 8. júní nk. vegna tónleikahalds.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja tónleikahaldið um sem nemur helmingi húsaleigu.


4.          Ferðamenn og upplýsingagjöf - styrkbeiðni
2008060025
Erindi dags. 30. maí 2008 frá ferðamannaversluninni Víkingi og Pennanum ehf. þar sem óskað er eftir styrk vegna upplýsingagjafar til ferðamanna.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara bréfriturum.Fundi slitið.