Stjórn Akureyrarstofu

36. fundur 29. maí 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
36. fundur
29. maí 2008   kl. 15:00 - 16:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður
Agnes Arnardóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi frá Iðu, kom á fundinn og gerði grein fyrir tillögum um næstu skref í undirbúningnum, þar sem m.a. er tekið á spurningunni um rekstrarform. Áætlað er að stýrihópur leggi fram tillögur í bæjarráði 5. júní nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að áfram verði unnið á þeim forsendum sem kynntar voru á fundinum.


2.          Listasumar - 2008
2008040057
Valdís Viðars kom á fundinn og gerði grein fyrir dagskrá Listasumars í sumar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir greinargóða kynningu og lýsir yfir ánægju með fjölbreytt og spennandi Listasumar framundan.


3.          Hrísey - ferðaþjónusta
2008060033
Rætt um þjónustu við ferðamenn í Hrísey og hugmynd frá Markaðsráði Hríseyjar um að það taki að sér viss föst verk í þjónustunni. Um er að ræða verkefni sem tilheyra í það minnsta þremur aðilum innan bæjarkerfisins s.s. upplýsingagjöf til ferðamanna, umsjón með safninu í Holti, þrif á upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði og eftirlit með fuglaskoðunarhúsi.
Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að útfæra samkomulag við Markaðsráðið í samráði við þá aðra aðila sem að málinu þurfa að koma.Fundi slitið.