Stjórn Akureyrarstofu

35. fundur 15. maí 2008
Stjórn Akureyrarstofu - Fundargerð
35. fundur
15. maí 2008   kl. 16:00 - 17:47
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Helena Þuríður Karlsdóttir varaformaður
Unnar Jónsson
Ragnheiður Jakobsdóttir
Baldvin Halldór Sigurðsson
Halla Björk Reynisdóttir
Hulda Sif Hermannsdóttir
María Helena Tryggvadóttir
Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
1.          Menningarhúsið Hof - undirbúningur rekstrar
2008020172
Stýrihópur um verkefnið hefur sett saman tillögu um fyrstu forsendur í rekstrinum, sem er undanfari þess að taka ákvörðun um rekstrarform. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir ráðgjafi mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir sig samþykka þeim meginniðurstöðum sem kynntar voru á fundinum og samþykkir að unnið verði áfram á grundvelli þeirra.


Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi undir lið 1.


2.          Listalind ehf. - samningur
2008020126
Tekið fyrir að nýju, 1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 8. maí 2008:
Umsókn dags. 14. febrúar 2008 frá Listalind ehf. tekið fyrir öðru sinni, erindið var áður tekið fyrir 6. mars 2008, þar sem sótt var um styrk að upphæð kr. 500.000 frá Menningarsjóði til uppbyggingar á aðstöðu fyrir handverksfólk í þjónustumiðstöð.  Kynnt voru drög að samningi við rekstraraðila.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með áorðnum breytingum og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum.


3.          Og fjarskipti ehf. - samstarf um reiðhjólaleigu
2008050035
Erindi frá Og fjarskiptum ehf. (Og Vodafone) símafyrirtækinu þar sem kannaður er áhugi Akureyrarbæjar á verkefninu  "Hjólað yfir Ísland" sem fyrirtækið er að fara á stað með í sumar. Verkefnið snýst um að útvega hjól og hjólagrindur í helstu sveitarfélögum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, sveitarfélögunum að kostnaðarlausu.
Akureyrarstofa hefur unnið að því að koma á fót reiðhjólaleigu á Akureyri. Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að kanna hvort tilboð fyrirtækisins falli að þeim hugmyndum sem í vinnslu hafa verið.Fundi slitið.